Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 21:11 Rannsakendur að störfum í Istanbúl. AP/Emrah Gurel Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna. Morðið á Khashoggi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna.
Morðið á Khashoggi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira