Ferðatími til og frá vinnu lengist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2018 19:00 Það tekur tvöfalt lengri tíma að aka til og frá vinnu í dag en það tók fyrir rúmum áratug. Fólk vill umbætur á stofnbrautum og Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsfræðingur segir umferðina aukast með bættum efnahag. Meðalfjöldi bíla á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu var 1,7 bíll sumarið 2018 en fólk er nú fjórtán mínútur að meðaltali að keyra í vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Land-ráð gerði fyrir Vegagerðina. Hún tekir til sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Umer að ræða netkönnun meðal álitsgjafa MMR. Úrtakið var valið með tilviljunaraðferð. Alls svöruðu 1385 manns. Bjarni Reynarsson segir að ferðatími fólks hafi aukist mikið síðustu ár. „Ég hef verið að vinna þessar kannanir síðasta áratug fyrir Vegagerðina og meðalferðatími fólks hefur alveg tvöfaldast frá því fyrir hrun,“ segir Bjarni. Í könnuninni kemur fram að vaxandi stuðningur er við umbætur á stofnbrautakerfinu á höfuðborgarsvæðinu en 52% svarenda var á því en 48% sagði að borgarlína væri mikilvæg fyrir samgöngukerfið. Bjarni segir að efnahagsástand hafi mikil áhrif á umferðarþunga. „Fyrir fimm sex árum dró úr notkun einkabílsins en svo hefur velmegunin verið mikil síðustu ár og mikill innflutningur á bílum svo notkun einkabílsins hefur vaxið töluvert síðustu tvö til þrjú ár,“ segir Bjarni. Heldur dró úr notkun strætó sumarið 2018 borið saman við fyrri kannanir. Um 6% allra svarenda notaði þessa þjónustu sumarið 2018 sem er nokkuð lægra en sumarið 2014. Bjarni segir að þetta hafi komið á óvart. „Menn eru miklu jákvæðari gagnvart Borgarlínu, þar er svona tæknilegt og spennandi,“ segir hann. Bjarni telur að það muni taka sinn tíma að breyta ferðavenjum hér á landi. „Menn héldu að hægt væri að snúa olíuskipinu á punktinum en þetta tekur miklu, miklu lengri tíma,“ segir hann að lokum. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Það tekur tvöfalt lengri tíma að aka til og frá vinnu í dag en það tók fyrir rúmum áratug. Fólk vill umbætur á stofnbrautum og Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsfræðingur segir umferðina aukast með bættum efnahag. Meðalfjöldi bíla á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu var 1,7 bíll sumarið 2018 en fólk er nú fjórtán mínútur að meðaltali að keyra í vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Land-ráð gerði fyrir Vegagerðina. Hún tekir til sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Umer að ræða netkönnun meðal álitsgjafa MMR. Úrtakið var valið með tilviljunaraðferð. Alls svöruðu 1385 manns. Bjarni Reynarsson segir að ferðatími fólks hafi aukist mikið síðustu ár. „Ég hef verið að vinna þessar kannanir síðasta áratug fyrir Vegagerðina og meðalferðatími fólks hefur alveg tvöfaldast frá því fyrir hrun,“ segir Bjarni. Í könnuninni kemur fram að vaxandi stuðningur er við umbætur á stofnbrautakerfinu á höfuðborgarsvæðinu en 52% svarenda var á því en 48% sagði að borgarlína væri mikilvæg fyrir samgöngukerfið. Bjarni segir að efnahagsástand hafi mikil áhrif á umferðarþunga. „Fyrir fimm sex árum dró úr notkun einkabílsins en svo hefur velmegunin verið mikil síðustu ár og mikill innflutningur á bílum svo notkun einkabílsins hefur vaxið töluvert síðustu tvö til þrjú ár,“ segir Bjarni. Heldur dró úr notkun strætó sumarið 2018 borið saman við fyrri kannanir. Um 6% allra svarenda notaði þessa þjónustu sumarið 2018 sem er nokkuð lægra en sumarið 2014. Bjarni segir að þetta hafi komið á óvart. „Menn eru miklu jákvæðari gagnvart Borgarlínu, þar er svona tæknilegt og spennandi,“ segir hann. Bjarni telur að það muni taka sinn tíma að breyta ferðavenjum hér á landi. „Menn héldu að hægt væri að snúa olíuskipinu á punktinum en þetta tekur miklu, miklu lengri tíma,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira