Lífið

„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“

Birgir Olgeirsson skrifar
Söngvarinn R. Kelly.
Söngvarinn R. Kelly.

Bandaríska sjónvarpsstöðin Lifetime boðar mikla umfjöllun um söngvarann R. Kelly og ásakanir gegn honum. Um er að ræða þrjá þætti sem ganga undir heitinu Surviving R. Kelly þar sem er rætt við þær konur sem saka hann um kynferðislegt og andlegt ofbeldi.



Í stiklu úr þáttunum má sjá nokkrar af þeim konum á meðan þær fara yfir hvað R. Kelly á að hafa gert þeim. Tónlistarmaðurinn John Legend, sjónvarpskonan Wendy Williams og stofnandi Metoo-byltingarinnar Tarana Burke eru einnig sögð vera í þáttunum.



Þar á meðal er hann sakaður um að hafa svipt nokkrar konur frelsi og haldið þeim í kynlífsánauð.



Fyrrverandi eiginkona hans Andrea Kelly og fyrrverandi kærasta, Kitti Jones, eru á meðal viðmælenda og þá er einnig rætt við bræður hans Carey og Bruce.



R. Kelly heitir réttur nafni Robert Sylvester Kelly en ein af konunum segir mun á R. Kelly og Robert.



„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.