Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 11:17 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann. Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent