Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 10:34 George Soros er vondi kallinn í augum margra hægriöfgamanna. Vísir/Getty Sprengjusveit eyddi sendingu sem grunur leikur á að hafi verið bréfsprengja sem send var á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York í Bandaríkjunum. Soros hefur verið skotspónn hægriöfgamanna sem telja hann að baki flestu þess sem þeim mislíkar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú sendinguna. Aðstoðarmaður Soros fann bréfið í pósthólfi hans í bænum Bedford í Westchester-sýslu í New York-ríki í gær. Þegar hann opnaði það kom í ljós það sem virtist vera sprengja. Farið var með það í skóglendi í nágrenninu þar sem því var eytt. Soros var ekki heima þegar uppákoman átti sér stað, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Soros hefur stutt ýmis frjálslynd verkefni víða um heim, meðal annars á sviði mannréttinda og lýðræðis. Í Bandaríkjunum hefur hann stutt Demókrataflokkinn og forsetaframbjóðendur þeirra. Fyrir vikið hafa samsæriskenningasmiðir af hægri vængnum rægt Soros og haldið því fram að hann hafi skipulagt alls kyns atburði á bak við tjöldin. Þannig telja þeir að Soros greiði fólki til að mótmæla og standi á einhvern hátt fyrir straumi flóttamanna til Evrópu. Samsæriskenningarnar hafa verið á lofti um að Soros hafi staðið að baki fjölmennri kvennagöngu sem beindist að miklu leyti gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og skipulagt ofbeldisverk í borginni Charlottesville til þess að koma óorði á hægrimenn. Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Sprengjusveit eyddi sendingu sem grunur leikur á að hafi verið bréfsprengja sem send var á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York í Bandaríkjunum. Soros hefur verið skotspónn hægriöfgamanna sem telja hann að baki flestu þess sem þeim mislíkar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú sendinguna. Aðstoðarmaður Soros fann bréfið í pósthólfi hans í bænum Bedford í Westchester-sýslu í New York-ríki í gær. Þegar hann opnaði það kom í ljós það sem virtist vera sprengja. Farið var með það í skóglendi í nágrenninu þar sem því var eytt. Soros var ekki heima þegar uppákoman átti sér stað, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Soros hefur stutt ýmis frjálslynd verkefni víða um heim, meðal annars á sviði mannréttinda og lýðræðis. Í Bandaríkjunum hefur hann stutt Demókrataflokkinn og forsetaframbjóðendur þeirra. Fyrir vikið hafa samsæriskenningasmiðir af hægri vængnum rægt Soros og haldið því fram að hann hafi skipulagt alls kyns atburði á bak við tjöldin. Þannig telja þeir að Soros greiði fólki til að mótmæla og standi á einhvern hátt fyrir straumi flóttamanna til Evrópu. Samsæriskenningarnar hafa verið á lofti um að Soros hafi staðið að baki fjölmennri kvennagöngu sem beindist að miklu leyti gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og skipulagt ofbeldisverk í borginni Charlottesville til þess að koma óorði á hægrimenn.
Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent