Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 10:34 George Soros er vondi kallinn í augum margra hægriöfgamanna. Vísir/Getty Sprengjusveit eyddi sendingu sem grunur leikur á að hafi verið bréfsprengja sem send var á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York í Bandaríkjunum. Soros hefur verið skotspónn hægriöfgamanna sem telja hann að baki flestu þess sem þeim mislíkar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú sendinguna. Aðstoðarmaður Soros fann bréfið í pósthólfi hans í bænum Bedford í Westchester-sýslu í New York-ríki í gær. Þegar hann opnaði það kom í ljós það sem virtist vera sprengja. Farið var með það í skóglendi í nágrenninu þar sem því var eytt. Soros var ekki heima þegar uppákoman átti sér stað, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Soros hefur stutt ýmis frjálslynd verkefni víða um heim, meðal annars á sviði mannréttinda og lýðræðis. Í Bandaríkjunum hefur hann stutt Demókrataflokkinn og forsetaframbjóðendur þeirra. Fyrir vikið hafa samsæriskenningasmiðir af hægri vængnum rægt Soros og haldið því fram að hann hafi skipulagt alls kyns atburði á bak við tjöldin. Þannig telja þeir að Soros greiði fólki til að mótmæla og standi á einhvern hátt fyrir straumi flóttamanna til Evrópu. Samsæriskenningarnar hafa verið á lofti um að Soros hafi staðið að baki fjölmennri kvennagöngu sem beindist að miklu leyti gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og skipulagt ofbeldisverk í borginni Charlottesville til þess að koma óorði á hægrimenn. Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sprengjusveit eyddi sendingu sem grunur leikur á að hafi verið bréfsprengja sem send var á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York í Bandaríkjunum. Soros hefur verið skotspónn hægriöfgamanna sem telja hann að baki flestu þess sem þeim mislíkar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú sendinguna. Aðstoðarmaður Soros fann bréfið í pósthólfi hans í bænum Bedford í Westchester-sýslu í New York-ríki í gær. Þegar hann opnaði það kom í ljós það sem virtist vera sprengja. Farið var með það í skóglendi í nágrenninu þar sem því var eytt. Soros var ekki heima þegar uppákoman átti sér stað, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Soros hefur stutt ýmis frjálslynd verkefni víða um heim, meðal annars á sviði mannréttinda og lýðræðis. Í Bandaríkjunum hefur hann stutt Demókrataflokkinn og forsetaframbjóðendur þeirra. Fyrir vikið hafa samsæriskenningasmiðir af hægri vængnum rægt Soros og haldið því fram að hann hafi skipulagt alls kyns atburði á bak við tjöldin. Þannig telja þeir að Soros greiði fólki til að mótmæla og standi á einhvern hátt fyrir straumi flóttamanna til Evrópu. Samsæriskenningarnar hafa verið á lofti um að Soros hafi staðið að baki fjölmennri kvennagöngu sem beindist að miklu leyti gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og skipulagt ofbeldisverk í borginni Charlottesville til þess að koma óorði á hægrimenn.
Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33