Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Bröndby er liðið gerði 1-1 jafntefli við OB á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Hany Mukhtar kom Bröndby yfir átta mínútum fyrir leikslok en þremur mínútum síðar jafnaði Ramon Leeuwin og lokatölur 1-1 jafntefli.
Bröndby er í sjöunda sæti dönsku deildarinnar með átján stig en OB er í ellefta sæti deildarinnar með fjórtán stig.
Glódís Perla Viggósdóttir var í vörn Rosengård sem vann 1-0 sigur á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Eina mark leiksins skoraði Anja Mittag, Þjóðverjinn knái, á 25. mínútu en Rosengård er á toppnum með 45 stig. Piteå er í öðru sætinu, með jafn mörg stig en lakari markahlutfall.
