Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2018 12:59 Jónas skrifar það alfarið á Heiðveigu Maríu að viðræðurnar um sameiningu sjómannafélaga hafa nú siglt í strand. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, vandaði Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómanni og viðskiptalögfræðingi, ekki kveðjurnar í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun. „Það er alvarlegur hlutur að væna starfsfólk stjórnar félagsins um óheiðarleg vinnubrögð og með þessari framsetningu – falsfréttum – hefur hún eyðilagt stærsta hagsmunamál sjómanna, sem er að sameina félögin,“ segir Jónas. Vísir hefur fjallað ítarlega um væringar innan Sjómannafélags Íslands. En, Heiðveig María hyggst gefa kost á sér sem formaður, hún vill leiða framboðslista þannig að kosið verði um næstu stjórn á aðalfundi sem fer fram eftir tvo mánuði. Heiðveig María hefur gagnrýnt sitjandi stjórn harðlega, sagt hana þverskallast við að veita henni upplýsingar um samþykktir og ársreikninga. Steininn tók úr þegar nýverið voru settar fram nýjar reglur, og þá vísað til aðalfundasamþykkta um lagabreytingar, að þeir einir séu kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Það á ekki við um Heiðveigu Maríu sem í raun útilokar hana frá framboði. Heiðveig María og hennar lögmaður telja þetta kolólöglegt og telja að jafnvel hafi verið átt við fundagerðarbækur. Stjórnin sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þessu er vísað á bug og Heiðveig sökuð um ærumeiðingar en Heiðveig María gaf lítið fyrir það.Í raun voru kosningarnar á næsta aðalfundi í stjórn hálfgerðar málamyndakosningar, því samkvæmt lögum félagsins situr Jónas út allt næsta ár sem formaður. En hann hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur, enda sáu menn það fyrir sér að það yrði ekkert félag árið í lok árs 2019 þá er hann lætur af störfum. Vegna sameiningarinnar en, nú eru þær viðræðurnar sigldar í strand. Heldur þungt hljóðið var í Jónasi í morgun þá er þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason ræddu við hann í Bítinu. „Þetta er náttúrlega alveg út í hött,“ sagði Jónas.Helvíti súrir vegna þessara ásakana „Við störfum eftir lögum félagsins, síðustu lög voru samþykkt á aðalfundi 28. Desember 2017. Á fundi 45 félagsmanna, tíu prósent, sem þætti einhvers staðar gott. Já, við erum helvíti súrir yfir þessum ásökunum.“ Jónas hefur leitt samningaviðræður sem ganga út á að sameina hin ýmsu félög sjómanna í eitt. Þær viðræður sigldu í strand og sögðu aðilar að viðræðunum þær vonlausar meðan ástandið væri með þessum hætti innan Sjómannafélags Íslands. „Þetta hefur valdið því að 25 ára væntingar sjómanna að sameinast í eitt félag, sem við vorum komnir langleiðina með, það var búið að ákveða stofndaginn, 1. janúar 2019, eru í uppnámi. Allt módelið var uppsett milli Sjómannafélags Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Jötuns í Vestmannaeyjum og Sjómannafélags Eyjafjarðar.“ Heiðveig María eyðilagði það stórmerka verk Jónas segir að til hafi staðið að sameina þessi félög í eitt. „Við ætlum að sameinast í eitt félag, módelið klárt og átti bara eftir að fínpússa þetta. Við forsvarsmennirnir ætluðum að vera á fundum með lögmönnum til að fínpússa regluverkið, en þar sem hún vænir okkur um sviksamlega hætti þá flosnaði uppúr þessu öllu. Og hún ber bara ábyrgð á því.“ Jónas segir að vonandi verði hægt að taka upp þráðinn en það verði ekki á næstunni. „Við fengum mjög harkalega viðbrögð vegna ávirðinga hennar um að við værum með óhreint mjöl í pokahorninu. Og hún verður bara að axla ábyrgð á því. Við munum leita okkar réttar varðandi það. Hún eyðilagði þetta stórmerkilega verk að sameina félögin.“ Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, vandaði Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómanni og viðskiptalögfræðingi, ekki kveðjurnar í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun. „Það er alvarlegur hlutur að væna starfsfólk stjórnar félagsins um óheiðarleg vinnubrögð og með þessari framsetningu – falsfréttum – hefur hún eyðilagt stærsta hagsmunamál sjómanna, sem er að sameina félögin,“ segir Jónas. Vísir hefur fjallað ítarlega um væringar innan Sjómannafélags Íslands. En, Heiðveig María hyggst gefa kost á sér sem formaður, hún vill leiða framboðslista þannig að kosið verði um næstu stjórn á aðalfundi sem fer fram eftir tvo mánuði. Heiðveig María hefur gagnrýnt sitjandi stjórn harðlega, sagt hana þverskallast við að veita henni upplýsingar um samþykktir og ársreikninga. Steininn tók úr þegar nýverið voru settar fram nýjar reglur, og þá vísað til aðalfundasamþykkta um lagabreytingar, að þeir einir séu kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Það á ekki við um Heiðveigu Maríu sem í raun útilokar hana frá framboði. Heiðveig María og hennar lögmaður telja þetta kolólöglegt og telja að jafnvel hafi verið átt við fundagerðarbækur. Stjórnin sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þessu er vísað á bug og Heiðveig sökuð um ærumeiðingar en Heiðveig María gaf lítið fyrir það.Í raun voru kosningarnar á næsta aðalfundi í stjórn hálfgerðar málamyndakosningar, því samkvæmt lögum félagsins situr Jónas út allt næsta ár sem formaður. En hann hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur, enda sáu menn það fyrir sér að það yrði ekkert félag árið í lok árs 2019 þá er hann lætur af störfum. Vegna sameiningarinnar en, nú eru þær viðræðurnar sigldar í strand. Heldur þungt hljóðið var í Jónasi í morgun þá er þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason ræddu við hann í Bítinu. „Þetta er náttúrlega alveg út í hött,“ sagði Jónas.Helvíti súrir vegna þessara ásakana „Við störfum eftir lögum félagsins, síðustu lög voru samþykkt á aðalfundi 28. Desember 2017. Á fundi 45 félagsmanna, tíu prósent, sem þætti einhvers staðar gott. Já, við erum helvíti súrir yfir þessum ásökunum.“ Jónas hefur leitt samningaviðræður sem ganga út á að sameina hin ýmsu félög sjómanna í eitt. Þær viðræður sigldu í strand og sögðu aðilar að viðræðunum þær vonlausar meðan ástandið væri með þessum hætti innan Sjómannafélags Íslands. „Þetta hefur valdið því að 25 ára væntingar sjómanna að sameinast í eitt félag, sem við vorum komnir langleiðina með, það var búið að ákveða stofndaginn, 1. janúar 2019, eru í uppnámi. Allt módelið var uppsett milli Sjómannafélags Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Jötuns í Vestmannaeyjum og Sjómannafélags Eyjafjarðar.“ Heiðveig María eyðilagði það stórmerka verk Jónas segir að til hafi staðið að sameina þessi félög í eitt. „Við ætlum að sameinast í eitt félag, módelið klárt og átti bara eftir að fínpússa þetta. Við forsvarsmennirnir ætluðum að vera á fundum með lögmönnum til að fínpússa regluverkið, en þar sem hún vænir okkur um sviksamlega hætti þá flosnaði uppúr þessu öllu. Og hún ber bara ábyrgð á því.“ Jónas segir að vonandi verði hægt að taka upp þráðinn en það verði ekki á næstunni. „Við fengum mjög harkalega viðbrögð vegna ávirðinga hennar um að við værum með óhreint mjöl í pokahorninu. Og hún verður bara að axla ábyrgð á því. Við munum leita okkar réttar varðandi það. Hún eyðilagði þetta stórmerkilega verk að sameina félögin.“
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03