Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2018 12:59 Jónas skrifar það alfarið á Heiðveigu Maríu að viðræðurnar um sameiningu sjómannafélaga hafa nú siglt í strand. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, vandaði Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómanni og viðskiptalögfræðingi, ekki kveðjurnar í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun. „Það er alvarlegur hlutur að væna starfsfólk stjórnar félagsins um óheiðarleg vinnubrögð og með þessari framsetningu – falsfréttum – hefur hún eyðilagt stærsta hagsmunamál sjómanna, sem er að sameina félögin,“ segir Jónas. Vísir hefur fjallað ítarlega um væringar innan Sjómannafélags Íslands. En, Heiðveig María hyggst gefa kost á sér sem formaður, hún vill leiða framboðslista þannig að kosið verði um næstu stjórn á aðalfundi sem fer fram eftir tvo mánuði. Heiðveig María hefur gagnrýnt sitjandi stjórn harðlega, sagt hana þverskallast við að veita henni upplýsingar um samþykktir og ársreikninga. Steininn tók úr þegar nýverið voru settar fram nýjar reglur, og þá vísað til aðalfundasamþykkta um lagabreytingar, að þeir einir séu kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Það á ekki við um Heiðveigu Maríu sem í raun útilokar hana frá framboði. Heiðveig María og hennar lögmaður telja þetta kolólöglegt og telja að jafnvel hafi verið átt við fundagerðarbækur. Stjórnin sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þessu er vísað á bug og Heiðveig sökuð um ærumeiðingar en Heiðveig María gaf lítið fyrir það.Í raun voru kosningarnar á næsta aðalfundi í stjórn hálfgerðar málamyndakosningar, því samkvæmt lögum félagsins situr Jónas út allt næsta ár sem formaður. En hann hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur, enda sáu menn það fyrir sér að það yrði ekkert félag árið í lok árs 2019 þá er hann lætur af störfum. Vegna sameiningarinnar en, nú eru þær viðræðurnar sigldar í strand. Heldur þungt hljóðið var í Jónasi í morgun þá er þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason ræddu við hann í Bítinu. „Þetta er náttúrlega alveg út í hött,“ sagði Jónas.Helvíti súrir vegna þessara ásakana „Við störfum eftir lögum félagsins, síðustu lög voru samþykkt á aðalfundi 28. Desember 2017. Á fundi 45 félagsmanna, tíu prósent, sem þætti einhvers staðar gott. Já, við erum helvíti súrir yfir þessum ásökunum.“ Jónas hefur leitt samningaviðræður sem ganga út á að sameina hin ýmsu félög sjómanna í eitt. Þær viðræður sigldu í strand og sögðu aðilar að viðræðunum þær vonlausar meðan ástandið væri með þessum hætti innan Sjómannafélags Íslands. „Þetta hefur valdið því að 25 ára væntingar sjómanna að sameinast í eitt félag, sem við vorum komnir langleiðina með, það var búið að ákveða stofndaginn, 1. janúar 2019, eru í uppnámi. Allt módelið var uppsett milli Sjómannafélags Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Jötuns í Vestmannaeyjum og Sjómannafélags Eyjafjarðar.“ Heiðveig María eyðilagði það stórmerka verk Jónas segir að til hafi staðið að sameina þessi félög í eitt. „Við ætlum að sameinast í eitt félag, módelið klárt og átti bara eftir að fínpússa þetta. Við forsvarsmennirnir ætluðum að vera á fundum með lögmönnum til að fínpússa regluverkið, en þar sem hún vænir okkur um sviksamlega hætti þá flosnaði uppúr þessu öllu. Og hún ber bara ábyrgð á því.“ Jónas segir að vonandi verði hægt að taka upp þráðinn en það verði ekki á næstunni. „Við fengum mjög harkalega viðbrögð vegna ávirðinga hennar um að við værum með óhreint mjöl í pokahorninu. Og hún verður bara að axla ábyrgð á því. Við munum leita okkar réttar varðandi það. Hún eyðilagði þetta stórmerkilega verk að sameina félögin.“ Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, vandaði Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómanni og viðskiptalögfræðingi, ekki kveðjurnar í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun. „Það er alvarlegur hlutur að væna starfsfólk stjórnar félagsins um óheiðarleg vinnubrögð og með þessari framsetningu – falsfréttum – hefur hún eyðilagt stærsta hagsmunamál sjómanna, sem er að sameina félögin,“ segir Jónas. Vísir hefur fjallað ítarlega um væringar innan Sjómannafélags Íslands. En, Heiðveig María hyggst gefa kost á sér sem formaður, hún vill leiða framboðslista þannig að kosið verði um næstu stjórn á aðalfundi sem fer fram eftir tvo mánuði. Heiðveig María hefur gagnrýnt sitjandi stjórn harðlega, sagt hana þverskallast við að veita henni upplýsingar um samþykktir og ársreikninga. Steininn tók úr þegar nýverið voru settar fram nýjar reglur, og þá vísað til aðalfundasamþykkta um lagabreytingar, að þeir einir séu kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Það á ekki við um Heiðveigu Maríu sem í raun útilokar hana frá framboði. Heiðveig María og hennar lögmaður telja þetta kolólöglegt og telja að jafnvel hafi verið átt við fundagerðarbækur. Stjórnin sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þessu er vísað á bug og Heiðveig sökuð um ærumeiðingar en Heiðveig María gaf lítið fyrir það.Í raun voru kosningarnar á næsta aðalfundi í stjórn hálfgerðar málamyndakosningar, því samkvæmt lögum félagsins situr Jónas út allt næsta ár sem formaður. En hann hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur, enda sáu menn það fyrir sér að það yrði ekkert félag árið í lok árs 2019 þá er hann lætur af störfum. Vegna sameiningarinnar en, nú eru þær viðræðurnar sigldar í strand. Heldur þungt hljóðið var í Jónasi í morgun þá er þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason ræddu við hann í Bítinu. „Þetta er náttúrlega alveg út í hött,“ sagði Jónas.Helvíti súrir vegna þessara ásakana „Við störfum eftir lögum félagsins, síðustu lög voru samþykkt á aðalfundi 28. Desember 2017. Á fundi 45 félagsmanna, tíu prósent, sem þætti einhvers staðar gott. Já, við erum helvíti súrir yfir þessum ásökunum.“ Jónas hefur leitt samningaviðræður sem ganga út á að sameina hin ýmsu félög sjómanna í eitt. Þær viðræður sigldu í strand og sögðu aðilar að viðræðunum þær vonlausar meðan ástandið væri með þessum hætti innan Sjómannafélags Íslands. „Þetta hefur valdið því að 25 ára væntingar sjómanna að sameinast í eitt félag, sem við vorum komnir langleiðina með, það var búið að ákveða stofndaginn, 1. janúar 2019, eru í uppnámi. Allt módelið var uppsett milli Sjómannafélags Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Jötuns í Vestmannaeyjum og Sjómannafélags Eyjafjarðar.“ Heiðveig María eyðilagði það stórmerka verk Jónas segir að til hafi staðið að sameina þessi félög í eitt. „Við ætlum að sameinast í eitt félag, módelið klárt og átti bara eftir að fínpússa þetta. Við forsvarsmennirnir ætluðum að vera á fundum með lögmönnum til að fínpússa regluverkið, en þar sem hún vænir okkur um sviksamlega hætti þá flosnaði uppúr þessu öllu. Og hún ber bara ábyrgð á því.“ Jónas segir að vonandi verði hægt að taka upp þráðinn en það verði ekki á næstunni. „Við fengum mjög harkalega viðbrögð vegna ávirðinga hennar um að við værum með óhreint mjöl í pokahorninu. Og hún verður bara að axla ábyrgð á því. Við munum leita okkar réttar varðandi það. Hún eyðilagði þetta stórmerkilega verk að sameina félögin.“
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03