Lífið

Eurovision var síðasta prinsippið sem Eyþór Ingi braut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyþór Ingi Gunnlaugsson lenti í 17. sæti í Eurovision.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson lenti í 17. sæti í Eurovision. MYND/VÍSIR
Söngvarinn Eyþór Ingi hefur framfleytt sér með tónlist og leiklist í rúman áratug. Þá hafi eftirhermurnar ekki orðið þjóðþekktar fyrr en hann stóð einn á sviði með gítarinn ofboðslega stressaður. Þá hafi hann leitað í eftirhermurnar sem síðan hafa notið mikilla vinsælda.

Eyþór Ingi var til umfjöllunar í Íslandi í dag þar sem hann rifjaði upp kaflaskilin á tónlistarferlinum. Hann hafi alltaf gert mikið af því að koma fram, hvort sem var í leikskólanum eða eldhúsinu heima á Dalvík. Árin í kringum hrun hafi farið að draga til tíðinda. 2007 keppti hann í Söngkeppni framhaldsskólanna og í framhaldinu var það raunveruleikaþátturinn Bandið hans Bubba.

„Það var æðislega gaman og skólaði mann helling til. Í hverri viku þurfti maður að standa í beinni útsendingu,“ segir Eyþór Ingi. Eftir gigg í öðrum sjónvarpsþætti, Loga í beinni, hafi Jakob Frímann hringt í hann og boðið honum að syngja með Stuðmönnum.

Síðan hefur Eyþór verið úti um allt. Rocky Horror, Vesalingarnir og svo Todmobile þar sem Eyþór kom inn fyrir nafna sinn Eyþór Arnalds. Og auðvitað Eurovision en Eyþór keppti í Malmö 2013 með lagið Ég á líf.

„Það var rosalega skrýtin tilfinning. Málið er að ég setti mér prinsipp sem táningur, ég er búinn að brjóta þau öll held ég. Ég held að Eurovision hafi verið það síðasta.“

Eyþór Ingi fer um víðan völl í viðtalinu og sýnir meðal annars vinsælar eftirhermur sínar. Má þar nefna Egil Ólafsson, Jakob Frímann og Páll Óskar.

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.