Varðveitum þjóðleiðirnar Einar Skúlason skrifar 22. október 2018 09:00 Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun