Óhrædd við að fara gegn flokkslínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2018 20:00 Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands. Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands.
Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent