Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2018 19:07 Flóttamenn vaða milli Gvatemala og Mexíkó. Lokatakmark þeirra er að komast til Bandaríkjanna. Vísir/Getty Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Í gærkvöldi höfðu um tvö þúsund manns safnast saman Mexíkómegin landamæranna en fjöldi þeirra sem freistuðu þess að komast inn í landið meira en tvöfaldaðist í nótt en áætlað er að um fimm þúsund manns hafi tekist það síðan í gærkvöldi. Í morgun voru enn um fimmtán hundruð manns sem biðu þess að fá inngöngu í Mexíkó á löglegan máta, en þegar leið á daginn urðu margir flóttamannanna óþolinmóðir og brugðu á það ráð að synda, vaða eða sigla yfir Suchiate, sem er áin sem skilur að Gvatemala og Mexíkó. Þeir sem kusu að fara fram hjá landamæraeftirliti Mexíkó gerðu það í augsýn landamæravarða en voru þó ekki handteknir við komuna til landsins. Mexíkóar á svæðinu mættu flóttafólkinu með lófataki og gjöfum á borð við mat og klæðnað. „Enginn getur stöðvað okkur, aðeins Guð,“ hefur Guardian eftir Olivin Castello, hondúrskum manni á sextugsaldri, en hann er einn þeirra sem flýr nú glæpaöldu og fátækt Hondúras og vill freista þess að komast til Bandaríkjanna í von um betra líf. „Við spörkuðum niður hurðinni og höldum áfram að ganga. Ég get gert þetta.“ Bandaríkin Erlent Flóttamenn Tengdar fréttir Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Í gærkvöldi höfðu um tvö þúsund manns safnast saman Mexíkómegin landamæranna en fjöldi þeirra sem freistuðu þess að komast inn í landið meira en tvöfaldaðist í nótt en áætlað er að um fimm þúsund manns hafi tekist það síðan í gærkvöldi. Í morgun voru enn um fimmtán hundruð manns sem biðu þess að fá inngöngu í Mexíkó á löglegan máta, en þegar leið á daginn urðu margir flóttamannanna óþolinmóðir og brugðu á það ráð að synda, vaða eða sigla yfir Suchiate, sem er áin sem skilur að Gvatemala og Mexíkó. Þeir sem kusu að fara fram hjá landamæraeftirliti Mexíkó gerðu það í augsýn landamæravarða en voru þó ekki handteknir við komuna til landsins. Mexíkóar á svæðinu mættu flóttafólkinu með lófataki og gjöfum á borð við mat og klæðnað. „Enginn getur stöðvað okkur, aðeins Guð,“ hefur Guardian eftir Olivin Castello, hondúrskum manni á sextugsaldri, en hann er einn þeirra sem flýr nú glæpaöldu og fátækt Hondúras og vill freista þess að komast til Bandaríkjanna í von um betra líf. „Við spörkuðum niður hurðinni og höldum áfram að ganga. Ég get gert þetta.“
Bandaríkin Erlent Flóttamenn Tengdar fréttir Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44