Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2018 16:12 Jamal Khashoggi var sádiarabískur blaðamaður á Washington Post í Bandaríkjunum. Vísir/AP Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Yfirlýsing frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem þessu er lofað kom í kjölfar fréttaflutnings sádí arabískra fjölmiðla um að Khashoggi hefði látist í áflogum í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. Tyrkir höfðu áður haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað niður. „Við viljum ekki skella skuldinni á neinn á þessari stundu, en við samþykkjum ekki að breitt verði yfir þetta mál,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands, Omar Celik. Þá hafa samtök tyrkneskra og arabískra fjölmiðlamanna krafist réttlætis fyrir Khashoggi og að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans sæti viðeigandi refsingu. „Þessu máli er ekki lokið, það er rétt að byrja. Við viljum réttlæti fyrir Jamal,“ sagði leiðtogi samtakanna, Turan Kislakci. „Við viljum að mönnunum sem myrtu Jamal verði refsað. En við viljum ekki bara að þeim 18 sem handteknir voru verði refsað, heldur líka þeim sem fyrirskipuðu verknaðinn,“ bætti Kislakci við.Kveður við nýjan tón hjá Sádum Sádar höfðu, fram að gærdeginum, neitað því að Khashoggi hafi verið gert mein inni á skrifstofunni og héldu því statt og stöðugt fram að Khashoggi hafi gengið heill á húfi út úr byggingunni.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát KhashoggiRannsakendur málsins í Tyrklandi leita enn að líkamsleifum Khashoggi, en þeir telja að lík hans hafi verið bútað niður og flutt í hlutum út úr ræðismannsskrifstofu Sáda. Khasoggi var blaðamaður hjá Washington Post í Bandaríkjunum og var afar gagnrýninn á stjórnarhætti stjórnvalda í upprunalandi sínu, Sádi Arabíu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Yfirlýsing frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem þessu er lofað kom í kjölfar fréttaflutnings sádí arabískra fjölmiðla um að Khashoggi hefði látist í áflogum í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. Tyrkir höfðu áður haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað niður. „Við viljum ekki skella skuldinni á neinn á þessari stundu, en við samþykkjum ekki að breitt verði yfir þetta mál,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands, Omar Celik. Þá hafa samtök tyrkneskra og arabískra fjölmiðlamanna krafist réttlætis fyrir Khashoggi og að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans sæti viðeigandi refsingu. „Þessu máli er ekki lokið, það er rétt að byrja. Við viljum réttlæti fyrir Jamal,“ sagði leiðtogi samtakanna, Turan Kislakci. „Við viljum að mönnunum sem myrtu Jamal verði refsað. En við viljum ekki bara að þeim 18 sem handteknir voru verði refsað, heldur líka þeim sem fyrirskipuðu verknaðinn,“ bætti Kislakci við.Kveður við nýjan tón hjá Sádum Sádar höfðu, fram að gærdeginum, neitað því að Khashoggi hafi verið gert mein inni á skrifstofunni og héldu því statt og stöðugt fram að Khashoggi hafi gengið heill á húfi út úr byggingunni.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát KhashoggiRannsakendur málsins í Tyrklandi leita enn að líkamsleifum Khashoggi, en þeir telja að lík hans hafi verið bútað niður og flutt í hlutum út úr ræðismannsskrifstofu Sáda. Khasoggi var blaðamaður hjá Washington Post í Bandaríkjunum og var afar gagnrýninn á stjórnarhætti stjórnvalda í upprunalandi sínu, Sádi Arabíu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33
Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41
Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41
Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27