Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 09:08 Farþegi lýsti atburðarrásinni í beinni. Mynd/Harrison Hove Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. „Þegar hún er yfir Kanada sjá flugmennirnir að það er komin sprunga í rúðu. Samkvæmt verklagi þá lenda þeir á næsta flugvelli,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. Flugvélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada. Að sögn Guðjóns voru um 160 farþegar um borð og mun önnur flugfél frá Íslandi fara síðdegis til þess að sækja farþega og áhöfn. Atburðarrásinni var lýst í beinni á Twitter en kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var um borð en hann segir að eftir að í ljós kom að sprunga væri komin á framrúðuna hafi atburðarrásin gerst hratt. Segir hann að flugstjórar vélarinnar hafi drifið sig í að lenda vélinni og að þeir hafi sagt farþegum að nauðsynlegt hafi verið að koma flugvélinni niður á jörðina sem fyrst. „Þetta er ógnvekjandi en flugmennirnir okkar voru frábærir,“ skrifar Hove á Twitter. Þar bætir hann einnig við að flugvirki frá Icelandair hafi setið fyrir framan hann í flugvélinni. Var flugvirkinn kallaður inn í flugstjórnarklefann og sagði hann að sprungan væri töluverð, um 20 sentimetrar eða svo.Veist þú meira um málið? Sendu okkur skilaboð eða póst á ritstjorn@visir.is.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. „Þegar hún er yfir Kanada sjá flugmennirnir að það er komin sprunga í rúðu. Samkvæmt verklagi þá lenda þeir á næsta flugvelli,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. Flugvélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada. Að sögn Guðjóns voru um 160 farþegar um borð og mun önnur flugfél frá Íslandi fara síðdegis til þess að sækja farþega og áhöfn. Atburðarrásinni var lýst í beinni á Twitter en kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var um borð en hann segir að eftir að í ljós kom að sprunga væri komin á framrúðuna hafi atburðarrásin gerst hratt. Segir hann að flugstjórar vélarinnar hafi drifið sig í að lenda vélinni og að þeir hafi sagt farþegum að nauðsynlegt hafi verið að koma flugvélinni niður á jörðina sem fyrst. „Þetta er ógnvekjandi en flugmennirnir okkar voru frábærir,“ skrifar Hove á Twitter. Þar bætir hann einnig við að flugvirki frá Icelandair hafi setið fyrir framan hann í flugvélinni. Var flugvirkinn kallaður inn í flugstjórnarklefann og sagði hann að sprungan væri töluverð, um 20 sentimetrar eða svo.Veist þú meira um málið? Sendu okkur skilaboð eða póst á ritstjorn@visir.is.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira