Neitar að skrifa undir kjarasamning nema búsetuöryggi leigjenda verði tryggt Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2018 19:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann muni ekki skrifa undir nýja kjarasamninga fyrir hönd VR nema breytingar verði gerðar á lögum sem veiti leigjendum betri vernd og búsetuöryggi. „Ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema staða þessara hópa verði tryggð. Ekki bara hvað framfærslu varðar heldur einnig búsetuöryggi. Það er ekki boðlegt í siðuðu samfélagi að búsetuöryggi hjá fjölskyldu sé þrír mánuðir og henni bjóðist aðeins tólf mánaða samningur í senn,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hann mun ekki skrifa undir kjarasamning nema hagsmunir leigjenda verði tryggðir með lagabreytingu. Í 17. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun „ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma.“Gengur það ekki í berhögg við þetta ákvæði laganna að neita að skrifa undir kjarasamning nema Alþingi samþykki í lagabreytingar til að tryggja hagsmuni leigjenda?„Það er algjörlega undir mér sjálfum komið hvað ég skrifa undir og hvað ekki. Ég held að það sé af og frá. Við sem stéttarfélag samþykkjum bara þá samninga sem við erum sátt við. SA eru okkar viðsemjendur og ég sé ekkert athugavert við það að við gerum þá kröfu um að þessir hópar verði varðir í næstu kjarasamningum. Eins og ég sagði, ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema þessum hópum verði komið til bjargar, fólki á leigumarkaði og ég mun standa við það,“ segir Ragnar. En getur viðsemjandinn komið þessum hópi til bjargar? Þú talar um lagabreytingar en það er á forræði löggjafans að ráðast í þær. „Ég held að þegar kemur að húsnæðismálum þá erum við mjög samstíga með Samtökum atvinnulífsins, bæði með uppbyggingu á húsnæði og við erum að gera kröfu um aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga að þjóðarátaki í húsnæðismálum.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann muni ekki skrifa undir nýja kjarasamninga fyrir hönd VR nema breytingar verði gerðar á lögum sem veiti leigjendum betri vernd og búsetuöryggi. „Ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema staða þessara hópa verði tryggð. Ekki bara hvað framfærslu varðar heldur einnig búsetuöryggi. Það er ekki boðlegt í siðuðu samfélagi að búsetuöryggi hjá fjölskyldu sé þrír mánuðir og henni bjóðist aðeins tólf mánaða samningur í senn,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hann mun ekki skrifa undir kjarasamning nema hagsmunir leigjenda verði tryggðir með lagabreytingu. Í 17. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun „ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma.“Gengur það ekki í berhögg við þetta ákvæði laganna að neita að skrifa undir kjarasamning nema Alþingi samþykki í lagabreytingar til að tryggja hagsmuni leigjenda?„Það er algjörlega undir mér sjálfum komið hvað ég skrifa undir og hvað ekki. Ég held að það sé af og frá. Við sem stéttarfélag samþykkjum bara þá samninga sem við erum sátt við. SA eru okkar viðsemjendur og ég sé ekkert athugavert við það að við gerum þá kröfu um að þessir hópar verði varðir í næstu kjarasamningum. Eins og ég sagði, ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema þessum hópum verði komið til bjargar, fólki á leigumarkaði og ég mun standa við það,“ segir Ragnar. En getur viðsemjandinn komið þessum hópi til bjargar? Þú talar um lagabreytingar en það er á forræði löggjafans að ráðast í þær. „Ég held að þegar kemur að húsnæðismálum þá erum við mjög samstíga með Samtökum atvinnulífsins, bæði með uppbyggingu á húsnæði og við erum að gera kröfu um aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga að þjóðarátaki í húsnæðismálum.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira