Neitar að skrifa undir kjarasamning nema búsetuöryggi leigjenda verði tryggt Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2018 19:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann muni ekki skrifa undir nýja kjarasamninga fyrir hönd VR nema breytingar verði gerðar á lögum sem veiti leigjendum betri vernd og búsetuöryggi. „Ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema staða þessara hópa verði tryggð. Ekki bara hvað framfærslu varðar heldur einnig búsetuöryggi. Það er ekki boðlegt í siðuðu samfélagi að búsetuöryggi hjá fjölskyldu sé þrír mánuðir og henni bjóðist aðeins tólf mánaða samningur í senn,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hann mun ekki skrifa undir kjarasamning nema hagsmunir leigjenda verði tryggðir með lagabreytingu. Í 17. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun „ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma.“Gengur það ekki í berhögg við þetta ákvæði laganna að neita að skrifa undir kjarasamning nema Alþingi samþykki í lagabreytingar til að tryggja hagsmuni leigjenda?„Það er algjörlega undir mér sjálfum komið hvað ég skrifa undir og hvað ekki. Ég held að það sé af og frá. Við sem stéttarfélag samþykkjum bara þá samninga sem við erum sátt við. SA eru okkar viðsemjendur og ég sé ekkert athugavert við það að við gerum þá kröfu um að þessir hópar verði varðir í næstu kjarasamningum. Eins og ég sagði, ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema þessum hópum verði komið til bjargar, fólki á leigumarkaði og ég mun standa við það,“ segir Ragnar. En getur viðsemjandinn komið þessum hópi til bjargar? Þú talar um lagabreytingar en það er á forræði löggjafans að ráðast í þær. „Ég held að þegar kemur að húsnæðismálum þá erum við mjög samstíga með Samtökum atvinnulífsins, bæði með uppbyggingu á húsnæði og við erum að gera kröfu um aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga að þjóðarátaki í húsnæðismálum.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann muni ekki skrifa undir nýja kjarasamninga fyrir hönd VR nema breytingar verði gerðar á lögum sem veiti leigjendum betri vernd og búsetuöryggi. „Ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema staða þessara hópa verði tryggð. Ekki bara hvað framfærslu varðar heldur einnig búsetuöryggi. Það er ekki boðlegt í siðuðu samfélagi að búsetuöryggi hjá fjölskyldu sé þrír mánuðir og henni bjóðist aðeins tólf mánaða samningur í senn,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hann mun ekki skrifa undir kjarasamning nema hagsmunir leigjenda verði tryggðir með lagabreytingu. Í 17. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun „ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma.“Gengur það ekki í berhögg við þetta ákvæði laganna að neita að skrifa undir kjarasamning nema Alþingi samþykki í lagabreytingar til að tryggja hagsmuni leigjenda?„Það er algjörlega undir mér sjálfum komið hvað ég skrifa undir og hvað ekki. Ég held að það sé af og frá. Við sem stéttarfélag samþykkjum bara þá samninga sem við erum sátt við. SA eru okkar viðsemjendur og ég sé ekkert athugavert við það að við gerum þá kröfu um að þessir hópar verði varðir í næstu kjarasamningum. Eins og ég sagði, ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema þessum hópum verði komið til bjargar, fólki á leigumarkaði og ég mun standa við það,“ segir Ragnar. En getur viðsemjandinn komið þessum hópi til bjargar? Þú talar um lagabreytingar en það er á forræði löggjafans að ráðast í þær. „Ég held að þegar kemur að húsnæðismálum þá erum við mjög samstíga með Samtökum atvinnulífsins, bæði með uppbyggingu á húsnæði og við erum að gera kröfu um aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga að þjóðarátaki í húsnæðismálum.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira