Stúlkan tekur afsökunarbeiðni Björns Braga góða og gilda Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 20:19 Björn Bragi hefur beðið stúlkuna og foreldra hennar afsökunar á framferði sínu. Sautján ára gömul stúlka sem Björn Bragi Arnarson, grínisti, viðurkennir að hafa káfað á segir að snerting hans hafi valdið henni óþægindum. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum hafnar hún því hins vegar að atvikið teljist alvarleg kynferðisleg áreitni og segist taka afsökunarbeiðni hans góða og gilda. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu í morgun eftir að myndskeið sem sýndi hann káfa á sautján ára gamalli stúlku fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hætti í kjölfarið sem þáttastjórnandi Gettu betur á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendi fjölmiðlum í kvöld segir stúlkan að sér hafi verið brugðið þegar Björn Bragi snerti hana á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Það hafi valdið henni óþægindum. Hún nefnir Björn Braga þó ekki á nafn í yfirlýsingunni. Hún segist hafa sent myndskeið af atvikinu til nokkurra vina í hugsunarleysi. Í framhaldi myndskeiðið farið víða og hún hafi fljótlega fengið viðbrögð frá fólki með sterkar skoðanir um kynferðislegt athæfi og áreitni. „Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Óskar stúlkan þess að umfjölluninni linni og vill leiðrétta fullyrðingar um að atvikið hafi verið alvarleg kynferðisleg áreitni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk,“ segir í yfirlýsingunni en stúlkan vill ekki að nafn sitt komi fram. Þá segir hún að Björn Bragi hafi nokkrum sinnum haft samband við sig og foreldra hennar og beðist afsökunar eftir að myndirnar fóru í dreifingu. „Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna. Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni,“ segir í yfirlýsingunni.Yfirlýsingin í heildÉg sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.Ég er sú stúlka sem um ræðir.Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni. Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Sautján ára gömul stúlka sem Björn Bragi Arnarson, grínisti, viðurkennir að hafa káfað á segir að snerting hans hafi valdið henni óþægindum. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum hafnar hún því hins vegar að atvikið teljist alvarleg kynferðisleg áreitni og segist taka afsökunarbeiðni hans góða og gilda. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu í morgun eftir að myndskeið sem sýndi hann káfa á sautján ára gamalli stúlku fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hætti í kjölfarið sem þáttastjórnandi Gettu betur á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendi fjölmiðlum í kvöld segir stúlkan að sér hafi verið brugðið þegar Björn Bragi snerti hana á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Það hafi valdið henni óþægindum. Hún nefnir Björn Braga þó ekki á nafn í yfirlýsingunni. Hún segist hafa sent myndskeið af atvikinu til nokkurra vina í hugsunarleysi. Í framhaldi myndskeiðið farið víða og hún hafi fljótlega fengið viðbrögð frá fólki með sterkar skoðanir um kynferðislegt athæfi og áreitni. „Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Óskar stúlkan þess að umfjölluninni linni og vill leiðrétta fullyrðingar um að atvikið hafi verið alvarleg kynferðisleg áreitni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk,“ segir í yfirlýsingunni en stúlkan vill ekki að nafn sitt komi fram. Þá segir hún að Björn Bragi hafi nokkrum sinnum haft samband við sig og foreldra hennar og beðist afsökunar eftir að myndirnar fóru í dreifingu. „Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna. Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni,“ segir í yfirlýsingunni.Yfirlýsingin í heildÉg sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.Ég er sú stúlka sem um ræðir.Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni.
Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15
Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08
Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48
Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35