Milljón bleikir fílar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 30. október 2018 07:00 Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. „Að búa í harmonikku á sveitaballi“, svona lýstu Samtök iðnaðarins því hvernig það væri að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Ekkert OECD-ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú blasir við gengisfelling krónunnar og þær gerast alltaf á kostnað almennings. Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. „Að búa í harmonikku á sveitaballi“, svona lýstu Samtök iðnaðarins því hvernig það væri að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Ekkert OECD-ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú blasir við gengisfelling krónunnar og þær gerast alltaf á kostnað almennings. Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun