Fólk sem gerir ómerkilega hluti Haukur Örn Birgisson skrifar 30. október 2018 07:00 Áður fyrr voru samskipti kynjanna einfaldari og maður hafði færri leiðir til að tjá sig. Ef enginn svaraði í heimasímann þá prófaði maður bara aftur daginn eftir. Smáskilaboðin voru skrifuð á miða, sem var svo látinn ganga um kennslustofuna. Ástarbréfinu var laumað ofan í skólatöskuna og kveðjunni var svo fylgt eftir í útvarpinu um kvöldið. Þótt samfélagsmiðlar hafi að mörgu leyti fært okkur nær hvert öðru þá hafa þeir einnig kynt undir ágreiningi og verið gróðrarstía hatrammra orðaskipta. Ég er ekki frá því að með tilkomu þeirra hafi samskipti fólks hreinlega beðið skipbrot. Sérstakar spjallsíður eru nú settar upp í þeim eina tilgangi að hæðast að hinu kyninu og svívirðingunum er gefinn laus taumurinn. Af umræðunum er ekki annað að sjá en til séu tvær tegundir fólks – karlar og konur. Þetta eru svarnir andstæðingar sem heyja blóðuga baráttu á hverjum degi – allir skulu berjast áfram þar til annað kynið stendur eftir, sigri hrósandi. Ég velti því fyrir mér hvort fólkinu, sem þarna kemur saman, finnist hegðun sín vera til eftirbreytni. Hvort það telji sig vera fyrirmyndir barna sinna – sem er alltaf fínn mælikvarði á eigin hegðun. Í minningunni voru samskipti fólks vandaðri og ég minnist þess ekki að fólk hafi haft sömu þörf fyrir að koma rætinni hugsun á framfæri. Ef maður hafði ekkert gott að segja þá sleppti maður því bara. Það nennti enginn að leggja sig fram við að svívirða aðra. Ekki veit ég hvort þessu fólki hefur fjölgað eða hvort samfélagsmiðlarnir hafa kallað það fram úr fylgsnum sínum. Hvort sem er, þá er þetta fólk ekki að gera merkilega hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Áður fyrr voru samskipti kynjanna einfaldari og maður hafði færri leiðir til að tjá sig. Ef enginn svaraði í heimasímann þá prófaði maður bara aftur daginn eftir. Smáskilaboðin voru skrifuð á miða, sem var svo látinn ganga um kennslustofuna. Ástarbréfinu var laumað ofan í skólatöskuna og kveðjunni var svo fylgt eftir í útvarpinu um kvöldið. Þótt samfélagsmiðlar hafi að mörgu leyti fært okkur nær hvert öðru þá hafa þeir einnig kynt undir ágreiningi og verið gróðrarstía hatrammra orðaskipta. Ég er ekki frá því að með tilkomu þeirra hafi samskipti fólks hreinlega beðið skipbrot. Sérstakar spjallsíður eru nú settar upp í þeim eina tilgangi að hæðast að hinu kyninu og svívirðingunum er gefinn laus taumurinn. Af umræðunum er ekki annað að sjá en til séu tvær tegundir fólks – karlar og konur. Þetta eru svarnir andstæðingar sem heyja blóðuga baráttu á hverjum degi – allir skulu berjast áfram þar til annað kynið stendur eftir, sigri hrósandi. Ég velti því fyrir mér hvort fólkinu, sem þarna kemur saman, finnist hegðun sín vera til eftirbreytni. Hvort það telji sig vera fyrirmyndir barna sinna – sem er alltaf fínn mælikvarði á eigin hegðun. Í minningunni voru samskipti fólks vandaðri og ég minnist þess ekki að fólk hafi haft sömu þörf fyrir að koma rætinni hugsun á framfæri. Ef maður hafði ekkert gott að segja þá sleppti maður því bara. Það nennti enginn að leggja sig fram við að svívirða aðra. Ekki veit ég hvort þessu fólki hefur fjölgað eða hvort samfélagsmiðlarnir hafa kallað það fram úr fylgsnum sínum. Hvort sem er, þá er þetta fólk ekki að gera merkilega hluti.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar