Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“ Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“
Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30