Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 10:02 Myndin var tekin í afgreiðslu Spalar þegar veglykli var skilað á dögunum og allt gekk samkvæmt áætlun. Spölur Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05