Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 10:02 Myndin var tekin í afgreiðslu Spalar þegar veglykli var skilað á dögunum og allt gekk samkvæmt áætlun. Spölur Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05