Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. nóvember 2018 08:45 Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tollinum. Nordicphotos/Getty „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
„Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira