Bítum á jaxlinn Þórlindur Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Nú er runninn upp á Íslandi tími slens og sljóleika, hæsi og hósta, vægra höfuðverkja og morgunstíflaðra öndunarfæra. Þetta er tíminn þar sem fáir komast á fætur nema með miklum herkjum fyrir ýmiss konar kvillum, stífleika og verkjum. Haustlægðirnar bera ekki aðeins með sér umhleypinga, hvassviðri, slyddu og slor heldur ýmiss konar máttleysi, þunglyndi, pestir og hor. Það er á þessum árstíma sem fjöldinn allur af fólki horfir með tregablöndnum augum til himins og sér fugla og flugvélar á leiðinni suður til heitari svæða, og finnst hlutskipti sitt vera lítið annað en hörmungarhokur, þreyta og mæða.Með farfuglunum Þegar maður les um velmegandi stéttir fyrri alda, hvort sem þær voru á Íslandi eða í Norður-Evrópu, þá er ekki óalgengt að sjá að fólk hafi við hvert tækifæri flúið undan naprasta vetrarveðrinu. Þá var talað um að „dveljast sér til heilsubótar og hressingar“ á einhverjum suðrænum sæluslóðum þar sem sólin skein og vínið flóði á meðan hjarnskjöldur lá yfir heimahögunum og lífið þar í algjörum vetrardróma. Á Íslandi hefur það víst færst í vöxt að þeir sem geta hefji sig til lofts með farfuglunum og dveljist í lengri eða skemmri tíma á suðlægari slóðum þar sem bæði verðlag og veðurfar er skaplegra en hér heima. En ekki eru allir svo lánsamir. Flest erum við dæmd til þess að berjast í gegnum nokkra bylji á vetri hverjum, sitja inni og hlusta á óveðrin berja á gluggunum og þurrka horið úr treflum barnanna þegar þau koma heim eftir að hafa verið úti að leika sér í rauðrar-viðvörunar-veðri.Kvefskilningur Ýmsar kenningar eru á sveimi um af hverju fólk fær frekar kvefpestir á veturna heldur en sumrin. Ein er sú að þegar skólarnir byrja á haustin þá virki það eins og ein allsherjar útihátíð fyrir veirur og sýkla, sem stökkvi á milli barna og berist þannig inn á heimili og svo út á vinnustaði. Önnur kenning er sú að á sumrin séum við einfaldlega betur í stakk búin til þess að takast á við kraftminni krankleika, líkaminn hafi meira mótstöðuþrek í sólskini og hlýindum heldur en í dimmunni, kuldanum og rokinu á haustin. Hvort tveggja inniheldur örugglega ýmis sannleikskorn. Enn ein kenning er að algengt sé að rakastig á íslenskum heimilum sé svo lágt að það stuðli að heilsutjóni. Og svo má ekki gleyma því að skammdegið sjálft ýtir líklega enn frekar undir slappleika þjóðarinnar—og það ýkist vitaskuld vegna þeirrar undarlegu ráðstöfunar okkar að stilla klukkuna ekki eftir gangi sólarinnar heldur meintum viðskiptahagsmunum flugfélags og óskum áhugafólks um golfíþróttina. En haustflensurnar verða auðvitað ekkert skemmtilegri þótt maður komist til botns í að skilja þær. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að það sé engin sérstök ástæða til þess að skammast sín fyrir að vera illa upplagður á veturna. Langt frameftir öldum tíðkaðist ekki á Íslandi að vinna nema allra átaksminnstu innivinnu yfir hörðustu vetrarmánuðina.Misskilinn hetjuskapur Það er líklega rétt að taka fram að engin læknisfræðimenntun býr að baki þeim kenningum sem hér hefur verið tæpt á og eru þær mjög umdeildar, jafnvel inni á mínu eigin heimili. En eflaust eru fleiri að velta þessu ástandi fyrir sér nú þegar þjóðin er meira og minna öll byrjuð að finna fyrir einhverjum einkennum skammdegisins. Fólk flettir upp á internetinu hvort hægt sé að taka of stóra skammta af D-vítamíni, lýsi er hellt í gegnum trekt ofan í fjölskyldumeðlimi, ýmiss konar remedíur úr íslenskum fjallajurtum eru keyptar dýrum dómum í apótekum og bruddar dögum saman, saltlausnum er sprautað upp í stíflaðar nasir, verkjalyf með kirsuberjabragði eru leyst upp í heitu vatni, koníak er drukkið úr mjólkurglösum í lækningaskyni og fólk flækist á milli heitra og kaldra potta og blautra og þurra gufuklefa. Almennt er það eflaust fyrir bestu að bíta á jaxlinn og halda sínu striki, nema hinn valkosturinn sé að stökkva upp í flugvél og dveljast á Tenerife í nokkra daga. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar það krefst einhvers konar lyfjainngrips hjá fólki að komast í gegnum vinnuvikurnar hvort betur sé heima setið en af stað farið. Læknar virðast nefnilega flestir á því að besta meðalið við slappleika og sleni sé einfaldlega að hlusta á það sem líkaminn er að reyna að öskra á mann. Að taka frekar nokkra daga í sæmilegri ró heima hjá sér og ná sér að fullu frekar en að berjast í margar vikur eða mánuði á hálfum hraða, með samanbitna kjálka og stíflað nef, smitandi allt í kringum sig og afkastandi litlu. Stundum felst mesta harkan í því að bíta á jaxlinn og sætta sig við að maður þurfi að jafna sig en ekki í að rjúka af stað í misskildum hetjuskap til þess eins að slá svo aftur niður í næstu lægð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Nú er runninn upp á Íslandi tími slens og sljóleika, hæsi og hósta, vægra höfuðverkja og morgunstíflaðra öndunarfæra. Þetta er tíminn þar sem fáir komast á fætur nema með miklum herkjum fyrir ýmiss konar kvillum, stífleika og verkjum. Haustlægðirnar bera ekki aðeins með sér umhleypinga, hvassviðri, slyddu og slor heldur ýmiss konar máttleysi, þunglyndi, pestir og hor. Það er á þessum árstíma sem fjöldinn allur af fólki horfir með tregablöndnum augum til himins og sér fugla og flugvélar á leiðinni suður til heitari svæða, og finnst hlutskipti sitt vera lítið annað en hörmungarhokur, þreyta og mæða.Með farfuglunum Þegar maður les um velmegandi stéttir fyrri alda, hvort sem þær voru á Íslandi eða í Norður-Evrópu, þá er ekki óalgengt að sjá að fólk hafi við hvert tækifæri flúið undan naprasta vetrarveðrinu. Þá var talað um að „dveljast sér til heilsubótar og hressingar“ á einhverjum suðrænum sæluslóðum þar sem sólin skein og vínið flóði á meðan hjarnskjöldur lá yfir heimahögunum og lífið þar í algjörum vetrardróma. Á Íslandi hefur það víst færst í vöxt að þeir sem geta hefji sig til lofts með farfuglunum og dveljist í lengri eða skemmri tíma á suðlægari slóðum þar sem bæði verðlag og veðurfar er skaplegra en hér heima. En ekki eru allir svo lánsamir. Flest erum við dæmd til þess að berjast í gegnum nokkra bylji á vetri hverjum, sitja inni og hlusta á óveðrin berja á gluggunum og þurrka horið úr treflum barnanna þegar þau koma heim eftir að hafa verið úti að leika sér í rauðrar-viðvörunar-veðri.Kvefskilningur Ýmsar kenningar eru á sveimi um af hverju fólk fær frekar kvefpestir á veturna heldur en sumrin. Ein er sú að þegar skólarnir byrja á haustin þá virki það eins og ein allsherjar útihátíð fyrir veirur og sýkla, sem stökkvi á milli barna og berist þannig inn á heimili og svo út á vinnustaði. Önnur kenning er sú að á sumrin séum við einfaldlega betur í stakk búin til þess að takast á við kraftminni krankleika, líkaminn hafi meira mótstöðuþrek í sólskini og hlýindum heldur en í dimmunni, kuldanum og rokinu á haustin. Hvort tveggja inniheldur örugglega ýmis sannleikskorn. Enn ein kenning er að algengt sé að rakastig á íslenskum heimilum sé svo lágt að það stuðli að heilsutjóni. Og svo má ekki gleyma því að skammdegið sjálft ýtir líklega enn frekar undir slappleika þjóðarinnar—og það ýkist vitaskuld vegna þeirrar undarlegu ráðstöfunar okkar að stilla klukkuna ekki eftir gangi sólarinnar heldur meintum viðskiptahagsmunum flugfélags og óskum áhugafólks um golfíþróttina. En haustflensurnar verða auðvitað ekkert skemmtilegri þótt maður komist til botns í að skilja þær. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að það sé engin sérstök ástæða til þess að skammast sín fyrir að vera illa upplagður á veturna. Langt frameftir öldum tíðkaðist ekki á Íslandi að vinna nema allra átaksminnstu innivinnu yfir hörðustu vetrarmánuðina.Misskilinn hetjuskapur Það er líklega rétt að taka fram að engin læknisfræðimenntun býr að baki þeim kenningum sem hér hefur verið tæpt á og eru þær mjög umdeildar, jafnvel inni á mínu eigin heimili. En eflaust eru fleiri að velta þessu ástandi fyrir sér nú þegar þjóðin er meira og minna öll byrjuð að finna fyrir einhverjum einkennum skammdegisins. Fólk flettir upp á internetinu hvort hægt sé að taka of stóra skammta af D-vítamíni, lýsi er hellt í gegnum trekt ofan í fjölskyldumeðlimi, ýmiss konar remedíur úr íslenskum fjallajurtum eru keyptar dýrum dómum í apótekum og bruddar dögum saman, saltlausnum er sprautað upp í stíflaðar nasir, verkjalyf með kirsuberjabragði eru leyst upp í heitu vatni, koníak er drukkið úr mjólkurglösum í lækningaskyni og fólk flækist á milli heitra og kaldra potta og blautra og þurra gufuklefa. Almennt er það eflaust fyrir bestu að bíta á jaxlinn og halda sínu striki, nema hinn valkosturinn sé að stökkva upp í flugvél og dveljast á Tenerife í nokkra daga. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar það krefst einhvers konar lyfjainngrips hjá fólki að komast í gegnum vinnuvikurnar hvort betur sé heima setið en af stað farið. Læknar virðast nefnilega flestir á því að besta meðalið við slappleika og sleni sé einfaldlega að hlusta á það sem líkaminn er að reyna að öskra á mann. Að taka frekar nokkra daga í sæmilegri ró heima hjá sér og ná sér að fullu frekar en að berjast í margar vikur eða mánuði á hálfum hraða, með samanbitna kjálka og stíflað nef, smitandi allt í kringum sig og afkastandi litlu. Stundum felst mesta harkan í því að bíta á jaxlinn og sætta sig við að maður þurfi að jafna sig en ekki í að rjúka af stað í misskildum hetjuskap til þess eins að slá svo aftur niður í næstu lægð.
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar