Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúar Árneshrepps á Ströndum þurfa að aka lengst allra landsmanna á malarvegi til að komast heim til sín og lokast auk þessi inni mánuðum saman yfir veturinn vegna ófærðar. Oddvitinn segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Árneshreppsbúar gætu átt þann vafasama heiður, kannski ásamt íbúum Mjóafjarðar fyrir austan, að búa við verstu vegasamgöngur á Íslandi. Og engir þurfa að aka jafn langan malarveg heim til sín eins og þeir á Ströndum, eða 62 kílómetra milli Bjarnarfjarðar og Norðurfjarðar. Verstur er þó kaflinn um Veiðileysuháls. Þar snýst málið um að rjúfa vetrareinangrun enda búa íbúar hreppsins við þá fáheyrðu stöðu að geta lokast inni í allt að þrjá mánuði á ári.Frá veginum um Veiðileysuháls.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir rifjar upp að ítrekað hafi verið lofað úrbótum. „Veiðileysuhálsinn er búinn að vera eitthvert olnbogabarn sem aldrei hefur fengið það sem til átti að taka. 2008 var búið að leggja fyrir ákveðna upphæð sem átti að nota og svo átti að koma samskonar upphæð 2009, og þá átti að vinna úr því. 2009, sko! En þá kom hrunið og allt var skorið niður við trog,” segir Eva. Svo kom næsta loforð, í samgönguáætlun 2015-2018 var gert ráð fyrir 700 milljónum króna í Veiðileysuháls árið 2016, en þá gerðist heldur ekki neitt. Og núna er komin samgönguáætlun sem boðar að framkvæmdir hefjist árið 2022. „Þetta er sko blaut tuska í andlitið á öllu þessu fólki. Alltaf erum við að vona. Við misstum frá okkur unga fólkið í stórum stíl árið 2016, bara út af samgöngunum. Það er alveg pottþétt. Það fóru þrír ungir bændur héðan árið 2016 og tveir þeirra voru með börn. Það var bara sorgarferli sem við erum ekkert búin að vinna úr ennþá,“ segir Eva.Fjárflutningabíll ekur í átt að Djúpuvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp ákall þriggja barna móður um betri veg í fréttum okkar fyrir sex árum, Elísu Aspar Valgeirsdóttur, skólastjóra Finnbogastaðaskóla. Þessi fimm manna fjölskylda er núna flutt burt og búið að loka skólanum. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Þetta eru algerlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ segir oddviti Árneshrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Tengdar fréttir Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Sjá meira
Íbúar Árneshrepps á Ströndum þurfa að aka lengst allra landsmanna á malarvegi til að komast heim til sín og lokast auk þessi inni mánuðum saman yfir veturinn vegna ófærðar. Oddvitinn segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Árneshreppsbúar gætu átt þann vafasama heiður, kannski ásamt íbúum Mjóafjarðar fyrir austan, að búa við verstu vegasamgöngur á Íslandi. Og engir þurfa að aka jafn langan malarveg heim til sín eins og þeir á Ströndum, eða 62 kílómetra milli Bjarnarfjarðar og Norðurfjarðar. Verstur er þó kaflinn um Veiðileysuháls. Þar snýst málið um að rjúfa vetrareinangrun enda búa íbúar hreppsins við þá fáheyrðu stöðu að geta lokast inni í allt að þrjá mánuði á ári.Frá veginum um Veiðileysuháls.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir rifjar upp að ítrekað hafi verið lofað úrbótum. „Veiðileysuhálsinn er búinn að vera eitthvert olnbogabarn sem aldrei hefur fengið það sem til átti að taka. 2008 var búið að leggja fyrir ákveðna upphæð sem átti að nota og svo átti að koma samskonar upphæð 2009, og þá átti að vinna úr því. 2009, sko! En þá kom hrunið og allt var skorið niður við trog,” segir Eva. Svo kom næsta loforð, í samgönguáætlun 2015-2018 var gert ráð fyrir 700 milljónum króna í Veiðileysuháls árið 2016, en þá gerðist heldur ekki neitt. Og núna er komin samgönguáætlun sem boðar að framkvæmdir hefjist árið 2022. „Þetta er sko blaut tuska í andlitið á öllu þessu fólki. Alltaf erum við að vona. Við misstum frá okkur unga fólkið í stórum stíl árið 2016, bara út af samgöngunum. Það er alveg pottþétt. Það fóru þrír ungir bændur héðan árið 2016 og tveir þeirra voru með börn. Það var bara sorgarferli sem við erum ekkert búin að vinna úr ennþá,“ segir Eva.Fjárflutningabíll ekur í átt að Djúpuvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp ákall þriggja barna móður um betri veg í fréttum okkar fyrir sex árum, Elísu Aspar Valgeirsdóttur, skólastjóra Finnbogastaðaskóla. Þessi fimm manna fjölskylda er núna flutt burt og búið að loka skólanum. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Þetta eru algerlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ segir oddviti Árneshrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Tengdar fréttir Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Sjá meira
Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07