Eiga líka líf utan vinnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“ Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“
Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30