Fyrsta mark Giroud í rúmlega 700 mínútur og Chelsea áfram | Úrslit dagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 8. nóvember 2018 19:45 Giroud fagnar í kvöld. vísir/getty Chelsea er komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Bate Borisov á útivelli í L-riðli deildarinnar í kvöld. Eina mark leiksins kom úr óvæntri átt. Oliver Giroud var í byrjunarliði Chelsea en hann hafði ekki skorað í lengri, lengri tíma áður en hann skoraði eina mark Chelsea á 52. mínútunni í kvöld. Það reyndist sigurmarkið en markið var fyrsta mark Giroud í rúmlegar 700 mínútur. Nánar tiltekið 794 mínútur. Chelsea er með fjóra sigra í fjórum leikjum, tólf stig á toppi deildarinnar. Í öðru sætinu er Vidi sem vann 1-0 sigur á PAOK í hinum leik riðilsins en PAOK og Bate eru svo á botninum með þrjú stig. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn er Malmö gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg á heimavelli. Malmö er með fimm stig í þriðja sætinu, eins og Sarpsborg sem er í öðru sætinu. Genk er á toppnum með sjö og neðstir eru Besiktas með fjögur. Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður er Krasnodar vann 2-1 sigur á Standard Liege í J-riðlinum. Sevilla er á toppi riðilsins með níu stig, Krasnodar og Standard Liege með sex stig en Akhisarspor á botninum án stiga. Það var rosalegur leikur í Moskvu þar sem Steven Gerrard og lærisveinar í Rangers töpuðu í mögnuðum knattspyrnuleik, 4-3. Rangers komst í 3-2 en tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Moskvu sigurinn.Öll úrslit dagsins:G-riðill: Rapid Wien - Villareal 0-0 Spartak Moskva - Rangers 4-3H-riðill: Apollon - Eintracht Frankfurt 2-3 Lazio - Marseille 2-1I-riðill: Genk - Besiktas 1-1 Malmö - Sarpsborg 1-1J-riðill: Akhisarspor - Sevilla 2-3 Krasnodar - Standard Liege 2-1K-riðill: Astana - Jablonec 2-1 Dynamo Kyiv - Rennes 3-1L-riðill: Bate - Chelsea 0-1 Vidi - PAOK 1-0 Evrópudeild UEFA
Chelsea er komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Bate Borisov á útivelli í L-riðli deildarinnar í kvöld. Eina mark leiksins kom úr óvæntri átt. Oliver Giroud var í byrjunarliði Chelsea en hann hafði ekki skorað í lengri, lengri tíma áður en hann skoraði eina mark Chelsea á 52. mínútunni í kvöld. Það reyndist sigurmarkið en markið var fyrsta mark Giroud í rúmlegar 700 mínútur. Nánar tiltekið 794 mínútur. Chelsea er með fjóra sigra í fjórum leikjum, tólf stig á toppi deildarinnar. Í öðru sætinu er Vidi sem vann 1-0 sigur á PAOK í hinum leik riðilsins en PAOK og Bate eru svo á botninum með þrjú stig. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn er Malmö gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg á heimavelli. Malmö er með fimm stig í þriðja sætinu, eins og Sarpsborg sem er í öðru sætinu. Genk er á toppnum með sjö og neðstir eru Besiktas með fjögur. Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður er Krasnodar vann 2-1 sigur á Standard Liege í J-riðlinum. Sevilla er á toppi riðilsins með níu stig, Krasnodar og Standard Liege með sex stig en Akhisarspor á botninum án stiga. Það var rosalegur leikur í Moskvu þar sem Steven Gerrard og lærisveinar í Rangers töpuðu í mögnuðum knattspyrnuleik, 4-3. Rangers komst í 3-2 en tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Moskvu sigurinn.Öll úrslit dagsins:G-riðill: Rapid Wien - Villareal 0-0 Spartak Moskva - Rangers 4-3H-riðill: Apollon - Eintracht Frankfurt 2-3 Lazio - Marseille 2-1I-riðill: Genk - Besiktas 1-1 Malmö - Sarpsborg 1-1J-riðill: Akhisarspor - Sevilla 2-3 Krasnodar - Standard Liege 2-1K-riðill: Astana - Jablonec 2-1 Dynamo Kyiv - Rennes 3-1L-riðill: Bate - Chelsea 0-1 Vidi - PAOK 1-0
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“