Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. Þetta er gert í kjölfar þess að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lét Acosta heyra það á blaðamannafundi í gær en forsetinn sagði fréttamanninn meðal annars vera dónalegan og hræðilega manneskju. Trump mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að fréttamaðurinn spurði hann út í Rússarannsóknina svokölluðu, en boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag. Farið var um víðan völl á fundinum og þegar röðin kom að Acosta notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu og svo Rússarannsóknina. Forsetinn var langt því frá sáttur við spurningar fréttamannsins og sagði meðal annars við Acosta: „„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Nokkrum klukkutímum eftir fundinn skrifaði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á Twitter að forsetinn styddi frjálsa fjölmiðlun. Hvíta húsið myndi hins vegar aldrei líða það að blaðamaður leggi hönd á unga konu sem væri aðeins að vinna vinnuna sína. Því yrði passinn hans tekinn af honum. Acosta endurtísti tísti Sanders og sagði orð Sanders einfaldlega lygi. Í yfirlýsingu CNN sagði jafnframt að Sanders væri að ljúga; hún færi fram með falskar ásakanir og væri að vísa í atvik sem hefði aldrei átt sér stað. Þá lýsti stöðin yfir fullum stuðningi við Acosta.This is a lie. https://t.co/FastFfWych — Jim Acosta (@Acosta) November 8, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. Þetta er gert í kjölfar þess að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lét Acosta heyra það á blaðamannafundi í gær en forsetinn sagði fréttamanninn meðal annars vera dónalegan og hræðilega manneskju. Trump mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að fréttamaðurinn spurði hann út í Rússarannsóknina svokölluðu, en boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag. Farið var um víðan völl á fundinum og þegar röðin kom að Acosta notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu og svo Rússarannsóknina. Forsetinn var langt því frá sáttur við spurningar fréttamannsins og sagði meðal annars við Acosta: „„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Nokkrum klukkutímum eftir fundinn skrifaði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á Twitter að forsetinn styddi frjálsa fjölmiðlun. Hvíta húsið myndi hins vegar aldrei líða það að blaðamaður leggi hönd á unga konu sem væri aðeins að vinna vinnuna sína. Því yrði passinn hans tekinn af honum. Acosta endurtísti tísti Sanders og sagði orð Sanders einfaldlega lygi. Í yfirlýsingu CNN sagði jafnframt að Sanders væri að ljúga; hún færi fram með falskar ásakanir og væri að vísa í atvik sem hefði aldrei átt sér stað. Þá lýsti stöðin yfir fullum stuðningi við Acosta.This is a lie. https://t.co/FastFfWych — Jim Acosta (@Acosta) November 8, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30