Íbúar á Vatnsenda lýsa óöld og ótta á svæðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2018 06:15 Yfirgefnir bústaðir á Vatnsenda stinga í stúf við íbúabyggðina. Fréttablaðið/Eyþór „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar,“ segir í samhljóða bréfum tveggja nágranna í Hólmaþingi til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Fleiri kvarta undan ástandinu. Í bréfum íbúanna segir að meðfram Elliðavatni sé á annan tug yfirgefinna sumarbústaða. Þeir hafi fram til þessa verið nýttir til partístands sem og leiksvæði barna. „Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar,“ segir í bréfunum. Að sögn íbúanna hafa nágrannar þeirra kallað til lögreglu í nokkur skipti. Þeim ábendingum hafi verið sinnt seint og illa. „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum,“ segja íbúarnir. Þriðji íbúinn tekur í sérstöku bréfi undir áhyggjurnar. Hann vonist til að „Kópavogur grípi nú í taumana og lagfæri ástandið við vatnið“. Fjórða bréfið er frá manni sem kveður móður sína hafa átt sumarhús sem tekið hafi verið af henni með eignarnámi árið 2008. „Það var ósk móður minnar að garðurinn við sumarhúsið yrði gerður að almenningsgarði enda mjög vel gróinn með fallegum trjám sem plantað var frá 1942 til 1990,“ segir bréfritarinn. Húsið hafi ekki verið fjarlægt eins og til hafi staðið og það legið undir skemmdum. „Núna í vor hafa ungmenni í hverfinu gengið berserksgang í húsinu og brotið allar rúður, brotið hurðir, veggi og hent því dóti sem var í húsinu út um allt,“ segir maðurinn. Málið hefur verið tekið fyrir í tveimur nefndum Kópavogsbæjar sem telja ástandinu verulega ábótavant en benda á að umræddir bústaðir séu í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir bæinn hafa leitast við að fá landeiganda og leigutaka til þess að hreinsa svæðið. Boðað verði til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins til að móta tillögur um úrbætur. „Kópavogsbær leggur áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og auðið er enda ljóst að ráðast þarf í tiltekt á svæðinu,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar,“ segir í samhljóða bréfum tveggja nágranna í Hólmaþingi til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Fleiri kvarta undan ástandinu. Í bréfum íbúanna segir að meðfram Elliðavatni sé á annan tug yfirgefinna sumarbústaða. Þeir hafi fram til þessa verið nýttir til partístands sem og leiksvæði barna. „Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar,“ segir í bréfunum. Að sögn íbúanna hafa nágrannar þeirra kallað til lögreglu í nokkur skipti. Þeim ábendingum hafi verið sinnt seint og illa. „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum,“ segja íbúarnir. Þriðji íbúinn tekur í sérstöku bréfi undir áhyggjurnar. Hann vonist til að „Kópavogur grípi nú í taumana og lagfæri ástandið við vatnið“. Fjórða bréfið er frá manni sem kveður móður sína hafa átt sumarhús sem tekið hafi verið af henni með eignarnámi árið 2008. „Það var ósk móður minnar að garðurinn við sumarhúsið yrði gerður að almenningsgarði enda mjög vel gróinn með fallegum trjám sem plantað var frá 1942 til 1990,“ segir bréfritarinn. Húsið hafi ekki verið fjarlægt eins og til hafi staðið og það legið undir skemmdum. „Núna í vor hafa ungmenni í hverfinu gengið berserksgang í húsinu og brotið allar rúður, brotið hurðir, veggi og hent því dóti sem var í húsinu út um allt,“ segir maðurinn. Málið hefur verið tekið fyrir í tveimur nefndum Kópavogsbæjar sem telja ástandinu verulega ábótavant en benda á að umræddir bústaðir séu í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir bæinn hafa leitast við að fá landeiganda og leigutaka til þess að hreinsa svæðið. Boðað verði til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins til að móta tillögur um úrbætur. „Kópavogsbær leggur áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og auðið er enda ljóst að ráðast þarf í tiltekt á svæðinu,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira