Enn of sterkur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Það er margt sem heimurinn hefur ekki þörf fyrir, þar á meðal eru ruddalegir og sjálfhverfir karlar í valdamiklum embættum sem stöðugt ala á hatri, tortryggni og hræðslu. Því miður finnast þeir of víða og vaða yfir allt og alla í krafti valds og auðs. Það gerir þeim óneitanlega auðveldara fyrir að þeir eiga sér sauðtrygga stuðningsmenn sem mæna upp á þá í aðdáun og sjá í þeim holdgervingu sterka mannsins. Öðrum er fullljóst að þarna er karl sem er fulltrúi alls þess sem ástæða er til að hafna. Ólán Bandaríkjamanna var að kjósa slíkan mann sem forseta sinn fyrir tveimur árum. Hvernig slíkt gat gerst er enn undrunarefni og mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Umheimurinn hefur síðustu tvö árin fylgst með orðum og gjörðum þessa sérkennilega manns sem lifir í sínum einkaheimi og hefur nánast ekkert raunveruleikaskyn en er einstaklega laginn við að sjá óvini í hverju horni. Hann skortir sárlega þá eiginleika sem svo eftirsóknarvert væri að sjá í fólki sem hefur áhrif en sjást ekki hjá nógu mörgum: víðsýni, umburðarlyndi og samkennd með öðrum. Það er leiðinlegt að segja þetta um forseta Bandaríkjanna, en maðurinn hagar sér eins og ruddi og ekki bara stundum heldur yfirleitt. Bandaríkjamenn geta ekki nú árið 2018 leiðrétt hin skelfilegu mistök sem þeim urðu á árið 2016. Þeir höfðu hins vegar tök á því að gefa forseta sínum einkunn í þingkosningum sem fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Þær kosningar snerust fyrst og síðast um persónu forsetans, sem hvatti sitt fólk áfram með stórkarlalegum yfirlýsingum sem heimurinn er farinn að kannast of vel við. Demókratar brugðust við með því að sækja sinn hæfasta mann og fyrrverandi forseta, Barack Obama. Það var sláandi munur á fréttamyndum sjónvarpsstöðva af kosningabaráttu þar sem hinn málsnjalli og sjarmerandi Obama hvatti fólk til að mæta á kjörstað og hafna hatursáróðri meðan Trump einbeitti sér ótrauður að því að tala um flóttamenn sem skelfilega ógn sem yrði að bregðast við. Það ber að þakka fyrir að Bandaríkjamenn báru gæfu til að kjósa Obama forseta sinn, en það er hrein harmsaga að eftirmaður hans sé maður sem hatast við flóttamenn, fyrirlítur konur og lætur sér á sama standa um alla minnihlutahópa. Bandaríkjamenn höfðu tækifæri til að segja skoðun sína á Trump og flykktust á kjörstað. Trump-liðarnir mættu til að styðja sinn mann, en það var frjálslynda fólkið sem hafði enn meiri ástæðu til að mæta og hafna þeim mannfjandsamlegu áherslum sem forseti Bandaríkjanna stendur fyrir. Niðurstaðan varð sú að Repúblikanar töpuðu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en héldu meirihluta í öldungadeildinni. Úrslit sem fyrirfram var búist við. Þótt staða Trumps hafi greinilega veikst þá er hún þó enn of sterk. Fjölmennur hópur Bandaríkjamanna slær um hann skjaldborg og kinkar fagnandi kolli undir boðskap sem kyndir undir sundrungu og tortryggni. Það er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina að slíkar áherslur slái í gegn hjá stórum hópi kjósenda. Það ætti að vera öllum ljóst að í þessum heimi er þörf fyrir meiri mannúð, ekki aukna heift. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem heimurinn hefur ekki þörf fyrir, þar á meðal eru ruddalegir og sjálfhverfir karlar í valdamiklum embættum sem stöðugt ala á hatri, tortryggni og hræðslu. Því miður finnast þeir of víða og vaða yfir allt og alla í krafti valds og auðs. Það gerir þeim óneitanlega auðveldara fyrir að þeir eiga sér sauðtrygga stuðningsmenn sem mæna upp á þá í aðdáun og sjá í þeim holdgervingu sterka mannsins. Öðrum er fullljóst að þarna er karl sem er fulltrúi alls þess sem ástæða er til að hafna. Ólán Bandaríkjamanna var að kjósa slíkan mann sem forseta sinn fyrir tveimur árum. Hvernig slíkt gat gerst er enn undrunarefni og mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Umheimurinn hefur síðustu tvö árin fylgst með orðum og gjörðum þessa sérkennilega manns sem lifir í sínum einkaheimi og hefur nánast ekkert raunveruleikaskyn en er einstaklega laginn við að sjá óvini í hverju horni. Hann skortir sárlega þá eiginleika sem svo eftirsóknarvert væri að sjá í fólki sem hefur áhrif en sjást ekki hjá nógu mörgum: víðsýni, umburðarlyndi og samkennd með öðrum. Það er leiðinlegt að segja þetta um forseta Bandaríkjanna, en maðurinn hagar sér eins og ruddi og ekki bara stundum heldur yfirleitt. Bandaríkjamenn geta ekki nú árið 2018 leiðrétt hin skelfilegu mistök sem þeim urðu á árið 2016. Þeir höfðu hins vegar tök á því að gefa forseta sínum einkunn í þingkosningum sem fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Þær kosningar snerust fyrst og síðast um persónu forsetans, sem hvatti sitt fólk áfram með stórkarlalegum yfirlýsingum sem heimurinn er farinn að kannast of vel við. Demókratar brugðust við með því að sækja sinn hæfasta mann og fyrrverandi forseta, Barack Obama. Það var sláandi munur á fréttamyndum sjónvarpsstöðva af kosningabaráttu þar sem hinn málsnjalli og sjarmerandi Obama hvatti fólk til að mæta á kjörstað og hafna hatursáróðri meðan Trump einbeitti sér ótrauður að því að tala um flóttamenn sem skelfilega ógn sem yrði að bregðast við. Það ber að þakka fyrir að Bandaríkjamenn báru gæfu til að kjósa Obama forseta sinn, en það er hrein harmsaga að eftirmaður hans sé maður sem hatast við flóttamenn, fyrirlítur konur og lætur sér á sama standa um alla minnihlutahópa. Bandaríkjamenn höfðu tækifæri til að segja skoðun sína á Trump og flykktust á kjörstað. Trump-liðarnir mættu til að styðja sinn mann, en það var frjálslynda fólkið sem hafði enn meiri ástæðu til að mæta og hafna þeim mannfjandsamlegu áherslum sem forseti Bandaríkjanna stendur fyrir. Niðurstaðan varð sú að Repúblikanar töpuðu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en héldu meirihluta í öldungadeildinni. Úrslit sem fyrirfram var búist við. Þótt staða Trumps hafi greinilega veikst þá er hún þó enn of sterk. Fjölmennur hópur Bandaríkjamanna slær um hann skjaldborg og kinkar fagnandi kolli undir boðskap sem kyndir undir sundrungu og tortryggni. Það er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina að slíkar áherslur slái í gegn hjá stórum hópi kjósenda. Það ætti að vera öllum ljóst að í þessum heimi er þörf fyrir meiri mannúð, ekki aukna heift.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar