70 tillögur í atvinnustefnu fyrir Ísland til ársins 2050 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni. Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni.
Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira