Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör. Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör.
Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira