Hagnaður Sýnar dróst saman um 22 prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 17:45 Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar. Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam 226 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára, að því er segir í tilkynningu.Fjárfestingahreyfingar námu 516 milljónum króna Tekjur Sýnar á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%. EBITDA-hagnaður Sýnar nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir króna milli ára. EBITDA-hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 226 milljónum króna, eins og áður sagði, sem er 22% lækkun á milli ára. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 m. kr., sem er 62% lækkun milli ára. Þá námu fjárfestingahreyfingar samstæðunnar 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40% hækkun á milli ára. Þær má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengdum samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum. Umfangsmestu verkefnin að baki eftir flutningaSýn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun nóvember eftir að í ljós kom að rekstrarhagnaður fyrirtækisins væri undir væntingum. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs. Ýmiss kostnaður við samrunann hafi þó verið hærri en búist var við. „Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans,“ segir Stefán. „Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam 226 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára, að því er segir í tilkynningu.Fjárfestingahreyfingar námu 516 milljónum króna Tekjur Sýnar á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%. EBITDA-hagnaður Sýnar nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir króna milli ára. EBITDA-hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 226 milljónum króna, eins og áður sagði, sem er 22% lækkun á milli ára. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 m. kr., sem er 62% lækkun milli ára. Þá námu fjárfestingahreyfingar samstæðunnar 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40% hækkun á milli ára. Þær má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengdum samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum. Umfangsmestu verkefnin að baki eftir flutningaSýn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun nóvember eftir að í ljós kom að rekstrarhagnaður fyrirtækisins væri undir væntingum. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs. Ýmiss kostnaður við samrunann hafi þó verið hærri en búist var við. „Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans,“ segir Stefán. „Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37
Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17