Valdafíkn og níð Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að eineltismálum, sérstaklega hjá börnum. Vitundarvakning hefur aukist og skilningur er víðtækari en fyrr. Vinna gegn einelti á vinnustöðum virðist þó vera skemur á veg komin. Einelti á sér oft grunn í fordómum t.d. vegna skoðana, útlits, kynhneigðar, fötlunar eða annarra persónubundinna eða félagslegra aðstæðna. Almennt er viðurkennt að ef ekki tekst að stöðva einelti getur skaðinn orðið djúpstæður og langvinnur. Sá sem beittur er einelti á vinnustað veit að hann þarf að upplýsa um það ef því á að linna. Einelti hættir sjaldnast af sjálfu sér. Þegar einelti eða áreitni er upplýst er það í höndum yfirmannsins hvort tekið verði á málinu af faglegum og sanngjörnum hætti. En það er ekki öllum gefið að vera góður yfirmaður þótt margir séu vissulega til fyrirmyndar. Ef yfirmaðurinn sjálfur er gerandinn þarf vart að spyrja að leikslokum. Meðal þess sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti er „valdafíkn“ og misnotar hann valdið í þeim tilgangi að stjórna líðan starfsmanna, valda ótta og óöryggi. Sá sem beitir valdníðslu býr oftast einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Hér má nefna skapsveiflur, pirring og reiðiköst sem viðbrögð við mótbyr og gagnrýni. Neikvæð framkoma og hegðun er oftast drifin áfram af minnimáttarkennd og slakri sjálfsmynd sem hvort tveggja má alla jafna rekja til flókins samspils persónueinkenna og félagslegra þátta. Einelti og áreitni hafa tekið á sig nýjar víddir á netinu og samfélagsmiðlum. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill skaða og meiða aðra á grundvelli skoðana eða persónulegra þátta. Í athugasemdakerfum sem einstaka fjölmiðlar bjóða upp á er að finna dágóðan hóp fólks sem finnur hvötum sínum farveg við að níða skóinn af öðrum og jafnvel leggja í einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að eineltismálum, sérstaklega hjá börnum. Vitundarvakning hefur aukist og skilningur er víðtækari en fyrr. Vinna gegn einelti á vinnustöðum virðist þó vera skemur á veg komin. Einelti á sér oft grunn í fordómum t.d. vegna skoðana, útlits, kynhneigðar, fötlunar eða annarra persónubundinna eða félagslegra aðstæðna. Almennt er viðurkennt að ef ekki tekst að stöðva einelti getur skaðinn orðið djúpstæður og langvinnur. Sá sem beittur er einelti á vinnustað veit að hann þarf að upplýsa um það ef því á að linna. Einelti hættir sjaldnast af sjálfu sér. Þegar einelti eða áreitni er upplýst er það í höndum yfirmannsins hvort tekið verði á málinu af faglegum og sanngjörnum hætti. En það er ekki öllum gefið að vera góður yfirmaður þótt margir séu vissulega til fyrirmyndar. Ef yfirmaðurinn sjálfur er gerandinn þarf vart að spyrja að leikslokum. Meðal þess sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti er „valdafíkn“ og misnotar hann valdið í þeim tilgangi að stjórna líðan starfsmanna, valda ótta og óöryggi. Sá sem beitir valdníðslu býr oftast einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Hér má nefna skapsveiflur, pirring og reiðiköst sem viðbrögð við mótbyr og gagnrýni. Neikvæð framkoma og hegðun er oftast drifin áfram af minnimáttarkennd og slakri sjálfsmynd sem hvort tveggja má alla jafna rekja til flókins samspils persónueinkenna og félagslegra þátta. Einelti og áreitni hafa tekið á sig nýjar víddir á netinu og samfélagsmiðlum. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill skaða og meiða aðra á grundvelli skoðana eða persónulegra þátta. Í athugasemdakerfum sem einstaka fjölmiðlar bjóða upp á er að finna dágóðan hóp fólks sem finnur hvötum sínum farveg við að níða skóinn af öðrum og jafnvel leggja í einelti.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun