Íslenskir lífeyrissjóðir hafa að undanförnu gengið frá sölu á stórum hluta bréfa sinna í Klakka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fyrir söluna áttu lífeyrissjóðirnir, aðallega Birta, Gildi og LSE, samanlagt um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, sem heldur utan um allt hlutafé í Lykli, áður Lýsingu.
Tveir stjórnarmenn í Klakka, þar á meðal hæstaréttarlögmaðurinn Kristján B. Thorlacius, sem setið hefur í stjórninni í umboði lífeyrissjóðanna, munu hætta í stjórn á hluthafafundi sem verður haldinn næsta mánudag, að því er heimildir Markaðarins herma. Í þeirra stað verður einn nýr stjórnarmaður kjörinn, studdur af bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempner, langsamlega stærsta eiganda Klakka, en á fundinum verður stjórnarmönnum eignarhaldsfélagsins fækkað úr sex í fimm.
Markaðurinn greindi frá því í haust að vilji stærstu hluthafa Klakka stæði til þess að félagið ætti að óbreyttu hlutinn í Lykli til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á eignaleigufyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformar Klakki að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins.
Íslenskir lífeyrissjóðir selja bréf sín í Klakka
Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent

KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent