Hver er réttur fósturs/barns? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun