Hera verður Ásta Sóllilja hjá Balta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2018 16:12 Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis. fréttablaðið/stefán Hera Hilmarsdóttir mun fara með hlutverk Ástu Sóllilju í kvikmynd og sjónvarpsþáttum byggða á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Screen Daily greinir frá þessu. Áður hafði komið fram að Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Guðbjarts Jónssonar bónda, betur þekktur sem Bjartur í Sumarhúsum. Baltasar hefur unnið margoft með Ingvari í gegnum tíðina, bæði sem leikarar og Ingvar í hlutverkum hjá Baltasar. Þá hafa Baltasar og Hera leitt saman hesta síma í kvikmyndinni Eiðurinn.Enginn gæðamunur á sjónvarpi og bíó Baltasar hefur skrifað handritið með Lilju Sigurðardóttur. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær tökur fara í gang en í viðtali við Baltasar í fyrra vonaðist hann að verkið yrði komið vel á veg innan tveggja ára. Baltasar segir í viðtali við Screen Daily að úr verði ein eða fleiri kvikmyndir og þáttaröð, mögulega sex þættir. Það sé enginn gæðamunur lengur á kvikmyndum og sjónvarpsframleiðslu. Eini munurinn sé sá að þú fáir lengri tíma til að segja sögu í sjónvarpi. „Þú verður að gefa myndinni þann tíma sem hún á skilið, enda nær bókin yfir 20-30 ára tímabil,“ segir Baltasar.Baráttan fyrir sjálfstæði Halldór Laxness skrifaði Sjálfstætt fólk á fjórða áratug síðustu aldar. Bókin kom upphaflega út í fjórum bindum á árinum 1933-1935. Er ætlað að hún gerist á árunum 1899-1921 í íslenskri sveit. Þar segir frá þrjóska og hagyrta bóndanum Bjarti, fjölskyldu hans og örlögum þeirra. Barátta hans fyrir sjálfstæði og eigin landi er þyrnum stráð. Hann tekur við landi sem hafði ekki verið í byggð sökum reimleika, missir konu sína af barnsförum og er fjarri við leit að kindum þegar hún deyr. Ásta Sóllilja lifði fæðinguna af og fjallar síðari hluti sögunnar að miklu leyti um Ástu Sóllilju og samskipti hennar við stjúpföður sinn. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir mun fara með hlutverk Ástu Sóllilju í kvikmynd og sjónvarpsþáttum byggða á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Screen Daily greinir frá þessu. Áður hafði komið fram að Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Guðbjarts Jónssonar bónda, betur þekktur sem Bjartur í Sumarhúsum. Baltasar hefur unnið margoft með Ingvari í gegnum tíðina, bæði sem leikarar og Ingvar í hlutverkum hjá Baltasar. Þá hafa Baltasar og Hera leitt saman hesta síma í kvikmyndinni Eiðurinn.Enginn gæðamunur á sjónvarpi og bíó Baltasar hefur skrifað handritið með Lilju Sigurðardóttur. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær tökur fara í gang en í viðtali við Baltasar í fyrra vonaðist hann að verkið yrði komið vel á veg innan tveggja ára. Baltasar segir í viðtali við Screen Daily að úr verði ein eða fleiri kvikmyndir og þáttaröð, mögulega sex þættir. Það sé enginn gæðamunur lengur á kvikmyndum og sjónvarpsframleiðslu. Eini munurinn sé sá að þú fáir lengri tíma til að segja sögu í sjónvarpi. „Þú verður að gefa myndinni þann tíma sem hún á skilið, enda nær bókin yfir 20-30 ára tímabil,“ segir Baltasar.Baráttan fyrir sjálfstæði Halldór Laxness skrifaði Sjálfstætt fólk á fjórða áratug síðustu aldar. Bókin kom upphaflega út í fjórum bindum á árinum 1933-1935. Er ætlað að hún gerist á árunum 1899-1921 í íslenskri sveit. Þar segir frá þrjóska og hagyrta bóndanum Bjarti, fjölskyldu hans og örlögum þeirra. Barátta hans fyrir sjálfstæði og eigin landi er þyrnum stráð. Hann tekur við landi sem hafði ekki verið í byggð sökum reimleika, missir konu sína af barnsförum og er fjarri við leit að kindum þegar hún deyr. Ásta Sóllilja lifði fæðinguna af og fjallar síðari hluti sögunnar að miklu leyti um Ástu Sóllilju og samskipti hennar við stjúpföður sinn.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira