Maður lét lífið í árás hákarls í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 10:57 Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins. EPA/AAP Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira