Þagnarskyldan Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar