Enski boltinn

Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Man. City verður á milli tannanna á fólki næstu daga.
Man. City verður á milli tannanna á fólki næstu daga. vísir/getty
Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City.

Miðillinn mun birta eina grein á dag um starfsemi Man. City en ýmislegt áhugavert er að finna í fyrsta pistlinum. Þar er því meðal annars haldið fram að félagið brjóti fjármálareglur UEFA.

Það sanni tölvupóstar sem hafi gengið á milli starfsmanna félagsins. Samningar séu falsaðir og félagið geri bara nákvæmlega það sem því sýnist.

Eigendur félagsins koma frá Abu Dhabi og er Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan aðaleigandi. Óhætt er að segja að þeir hafi breytt öllu. City fór úr því að verða miðlungslið í að verða besta lið Englands með peningum nýju eigendanna.

Samkvæmt greininni hafa forráðamenn City beitt grófum aðferðum í fölsun samninga til þess að uppfylla fjármálareglur UEFA. Það var fyrst gert vorið 2013 að því er segir í greininni.

Hér má lesa greinina áhugaverðu og þar kemur einnig fram að á morgun mun íslenskur banki, sem fór á hausinn í hruninu, koma við sögu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×