Lífið

Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Hluti þeirra sem birtast í myndbandinu.
Hluti þeirra sem birtast í myndbandinu. Minningarsjóður Einars Darra.
Minningarsjóður Einars Darra hefur gefið út myndband sem tileinkað er öllum þeim sem hafa látið lífið vegna eða í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum eða öðrum fíkniefnum. Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 

Í myndbandinu tekið fram að einungis er um lítinn hluta þeirra að ræða sem hafa látið lífið á einn eða annan hátt í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum.

„Lyfjaeitranir eru fleiri, sjálfsvígin eru fleiri, bílslysin eru fleiri og svona mætti því miður lengi telja,“ segir á síðu Minningarsjóðs Einars Darra um myndbandið.

Við myndbandið hljómar lagið I Was Here í flutningi Maríu Agnesardóttur en undirspil og upptöku annaðist Vignir Snær Vigfússon.



Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall.

Andlát Einars Darra eftir neyslu róandi lyfja kom öllum aðstandendum hans í opna skjöldu. Hann hafði aðgang að róandi lyfjum og verkjalyfjum í gegnum netið og hafði aðeins fiktað við notkun lyfjanna í skamman tíma áður en hann dó.

Útbúin voru armbönd merkt „Ég á bara eitt líf“ sem áminningu fyrir ungt fólk. Minningarsjóðurinn sem var stofnaður í nafni Einars Darra rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda.

Langir biðlistar eru eftir því að komast í meðferð á Vogi en í fyrra létust fimmtán einstaklingar sem biðu eftir því að komast í meðferð. Ellefu sem voru á biðlista létust árið 2016.




Tengdar fréttir

„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“

Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.