Ársgömlu barni neitað um dvalarleyfi ólíkt foreldrunum Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Isidora, Filip Ragnar og Dusan. Filip Ragnar nýtur ekki sömu réttinda og aðrir. Fréttablaðið/Ernir Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira