Hafna áframhaldandi afnámi réttinda starfsmanna NPA Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:00 Um áramót renna út bráðabirgðalög um afnám lágmarksréttinda starfsfólks sem sinnir NPA. Fréttablaðið/Anton Brink Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira