Sameinuð stöndum við… Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Undanfarin ár og áratugi hefur verið sterk þróun í átt að sameiningum félaga, fyrirtækja og jafnvel sveitarfélaga. Það er hvorki tilviljun né að ástæðulausu. Það hefur einnig verið stefna BSBR að fækka félagseiningum, stækka þær og styrkja. Þar er ekki vanþörf á. Launafólk kemur til með að þurfa á öllum sínum styrk að halda til að sækja eðlilegar kjarabætur í náinni framtíð. Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samstarf félaganna hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og verið afar farsælt. Nú er komið að því að reyna á hvort ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina félögin í eitt stórt félag.Garðar ?Hilmarsson formaður Starfsmannafélags ReykjavíkurborgarHalda áunnum réttindum Við formenn félaganna sem höfum verið í forystu lengi erum þeirrar skoðunar að með stóru sameinuðu félagi gætum við sótt sterkar fram til bættra kjara fyrir félagsmenn auk þess að auka þjónustuna. Við sameiningu verður tryggt að allir félagsmenn munu halda áunnum réttindum sínum.Slagkraftur yrði mikill Á framtíðarvinnumarkaði munu mæta okkur verkefni sem krefjast styrks og öflugs skipulags. Í nýju félagi yrðu félagsmennirnir tæplega 11 þúsund og slagkraftur þess því mikill. Félagið yrði auk þess mjög sterkt fjárhagslega með 67 orlofshús og íbúðir og með gríðarlega öflugan vinnudeilusjóð.Styrk leiðsögn um næstu skref Atkvæðagreiðslan um sameininguna er rafræn og við hvetjum félagsmenn beggja félaga til að kynna sér málið og taka afstöðu. Um leið leggjum við áherslu á að þegar kemur að atkvæðagreiðslunni sjálfri, vegur okkar skoðun jafn þungt og annarra félagsmanna. Það skiptir afar miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna styrka leiðsögn um næstu skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Undanfarin ár og áratugi hefur verið sterk þróun í átt að sameiningum félaga, fyrirtækja og jafnvel sveitarfélaga. Það er hvorki tilviljun né að ástæðulausu. Það hefur einnig verið stefna BSBR að fækka félagseiningum, stækka þær og styrkja. Þar er ekki vanþörf á. Launafólk kemur til með að þurfa á öllum sínum styrk að halda til að sækja eðlilegar kjarabætur í náinni framtíð. Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samstarf félaganna hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og verið afar farsælt. Nú er komið að því að reyna á hvort ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina félögin í eitt stórt félag.Garðar ?Hilmarsson formaður Starfsmannafélags ReykjavíkurborgarHalda áunnum réttindum Við formenn félaganna sem höfum verið í forystu lengi erum þeirrar skoðunar að með stóru sameinuðu félagi gætum við sótt sterkar fram til bættra kjara fyrir félagsmenn auk þess að auka þjónustuna. Við sameiningu verður tryggt að allir félagsmenn munu halda áunnum réttindum sínum.Slagkraftur yrði mikill Á framtíðarvinnumarkaði munu mæta okkur verkefni sem krefjast styrks og öflugs skipulags. Í nýju félagi yrðu félagsmennirnir tæplega 11 þúsund og slagkraftur þess því mikill. Félagið yrði auk þess mjög sterkt fjárhagslega með 67 orlofshús og íbúðir og með gríðarlega öflugan vinnudeilusjóð.Styrk leiðsögn um næstu skref Atkvæðagreiðslan um sameininguna er rafræn og við hvetjum félagsmenn beggja félaga til að kynna sér málið og taka afstöðu. Um leið leggjum við áherslu á að þegar kemur að atkvæðagreiðslunni sjálfri, vegur okkar skoðun jafn þungt og annarra félagsmanna. Það skiptir afar miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna styrka leiðsögn um næstu skref.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun