Barátta allra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Þegar stórfelld hætta steðjar að er mun viturlegra að viðurkenna hana fremur en að afneita henni. Það er ekki þægilegasta leiðin að horfast í augu við hættuna en samt sú skynsamlegasta því hún er líklegust til árangurs. Enginn vafi er á því að mannkyninu er stórfelld hætta búin vegna loftslagsbreytinga sem það hefur sjálft kallað yfir sig með óvarlegu líferni sem hefur einkennst af skeytingarleysi í garð náttúrunnar. Mannkynið er á hraðri leið með að eyða sjálfu sér og lífi á Jörðinni. Dauðsföll vegna mengunar færast í vöxt og ofsafengnar náttúruhamfarir valda æ fleiri hörmungum ár hvert og kosta ótal mannslíf. Fjölmargar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Höf heimsins súrna hratt og innan ekki margra ára verður þar orðið meira um plast en fiska. Menn hafa lifað í þeirri trú að sjórinn taki lengi við en nú er að renna upp fyrir þeim að hann gerir það ekki endalaust. Stjórnvöld heims geta ekki firrt sig ábyrgð og verða að vinna að því að gera veröldina lífvænlegri. Fjarska auðvelt er að halda því fram að það skipti engum sköpum fyrir heiminn hvað Ísland aðhefst í þessum málum. Það merkir samt ekki að Íslendingar eigi að yppta öxlum í uppgjöf. Þeir verða að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að gera aðgerðaáætlun til ársins 2030 þar sem helsta áherslan er á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Hún er því með einhverja meðvitund í máli sem varðar heimsbyggðina alla. Ekkert mun þó þokast í rétta átt án þátttöku almennings. Ekki verður annað séð en að íslenskur almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að jarðarbúum og vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hamla því að þróunin verði enn verri en hún þegar er. Hins vegar verður ekki horft framhjá því að almenningi er of oft gert erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki tíðka að ota plastburðarpokum og plastumbúðum að neytendum meðan lítið fer fyrir umhverfisvænni umbúðum. Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð. Það vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var að í Bónus og Hagkaupum yrði hætt að selja plastburðarpoka og í staðinn yrðu seldir niðurbrjótanlegir burðarpokar. Þarna taka stjórnendur ábyrgð og taka vonda kostinn frá neytendum. Líkt og svo margt annað sem snýr að umhverfismálum hefði samt mátt gera þetta svo miklu fyrr. Neytendur hefðu örugglega ekki gólað og vælt og beðið um plastpokana sína hefðu þeir verið teknir úr sölu. Nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að meirihluti þeirra er fylgjandi banni á plastpokum. Það hlýtur einnig að teljast nokkuð víst að almenningur sé á bandi starfshóps umhverfisráðherra sem leggur til margvíslegar tillögur sem snúa að banni við sölu og notkun á alls kyns plastvörum. Vissulega á að fara varlega í boð og bönn en þegar kemur að baráttu fyrir lífi á jörðinni þá þýðir ekkert hálfkák. Tíminn er að renna út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stórfelld hætta steðjar að er mun viturlegra að viðurkenna hana fremur en að afneita henni. Það er ekki þægilegasta leiðin að horfast í augu við hættuna en samt sú skynsamlegasta því hún er líklegust til árangurs. Enginn vafi er á því að mannkyninu er stórfelld hætta búin vegna loftslagsbreytinga sem það hefur sjálft kallað yfir sig með óvarlegu líferni sem hefur einkennst af skeytingarleysi í garð náttúrunnar. Mannkynið er á hraðri leið með að eyða sjálfu sér og lífi á Jörðinni. Dauðsföll vegna mengunar færast í vöxt og ofsafengnar náttúruhamfarir valda æ fleiri hörmungum ár hvert og kosta ótal mannslíf. Fjölmargar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Höf heimsins súrna hratt og innan ekki margra ára verður þar orðið meira um plast en fiska. Menn hafa lifað í þeirri trú að sjórinn taki lengi við en nú er að renna upp fyrir þeim að hann gerir það ekki endalaust. Stjórnvöld heims geta ekki firrt sig ábyrgð og verða að vinna að því að gera veröldina lífvænlegri. Fjarska auðvelt er að halda því fram að það skipti engum sköpum fyrir heiminn hvað Ísland aðhefst í þessum málum. Það merkir samt ekki að Íslendingar eigi að yppta öxlum í uppgjöf. Þeir verða að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að gera aðgerðaáætlun til ársins 2030 þar sem helsta áherslan er á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Hún er því með einhverja meðvitund í máli sem varðar heimsbyggðina alla. Ekkert mun þó þokast í rétta átt án þátttöku almennings. Ekki verður annað séð en að íslenskur almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að jarðarbúum og vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hamla því að þróunin verði enn verri en hún þegar er. Hins vegar verður ekki horft framhjá því að almenningi er of oft gert erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki tíðka að ota plastburðarpokum og plastumbúðum að neytendum meðan lítið fer fyrir umhverfisvænni umbúðum. Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð. Það vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var að í Bónus og Hagkaupum yrði hætt að selja plastburðarpoka og í staðinn yrðu seldir niðurbrjótanlegir burðarpokar. Þarna taka stjórnendur ábyrgð og taka vonda kostinn frá neytendum. Líkt og svo margt annað sem snýr að umhverfismálum hefði samt mátt gera þetta svo miklu fyrr. Neytendur hefðu örugglega ekki gólað og vælt og beðið um plastpokana sína hefðu þeir verið teknir úr sölu. Nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að meirihluti þeirra er fylgjandi banni á plastpokum. Það hlýtur einnig að teljast nokkuð víst að almenningur sé á bandi starfshóps umhverfisráðherra sem leggur til margvíslegar tillögur sem snúa að banni við sölu og notkun á alls kyns plastvörum. Vissulega á að fara varlega í boð og bönn en þegar kemur að baráttu fyrir lífi á jörðinni þá þýðir ekkert hálfkák. Tíminn er að renna út.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun