Aldrei fleiri konur í atvinnuflugnámi Keilis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 12:42 Tuttugu prósent nema í atvinnuflugnámi Keilis eru konur og hafa þær aldrei verið fleiri frá stofnun. Keilir/Rut Sigurðardóttir Tuttugu prósent nema í atvinnuflugnámi Keilis eru nú konur en konur eru ekki nema um 7% flugmanna sem starfandi eru á landinu í dag. Á undanförnum árum hefur kvenkyns nemendum í atvinnuflugi ört fjölgað. Hlutdeild útskrifaðra kvenna úr Flugakademíu Keilis eru um 12% frá því skólinn hóf starfsemi um tíu árum síðan og var hægt að telja fjölda þeirra á fingrum annarrar handar fyrstu árin. Að því er séð verður er áhugi kvenna á flugnámi að aukast. Haustið 2018 leggja samtals 37 konur stund á atvinnuflugnám í Keili og hefur hlutfall kvenna aldrei verið hærra.Hlutfall kvenna í flugnámi í Keili hefur farið ört hækkandi.Keilir/Rut Sigurðardóttir„Skortur á kvenkyns flugmönnum í atvinnuflugi leiðir af sér að ungar stelpur halda að það sé eitthvað sem aftrar þeim frá því að verða atvinnuflugmenn. Mig langar til að breyta því,“ sagði Telma Rut Frímannsdóttir í ræðu sem hún hélt við útskrift atvinnuflugnema í sumar. „Sá tími er sem betur fer liðinn þegar staðalímyndin sýndi konur í þjónustustörfum meðal farþega á meðan karlmenn sátu í stjórnklefanum. En betur má ef duga skal. Í dag eru samanlagt 807 flugmenn og flugstjórar starfandi í flugfélögum á Íslandi, þar af aðeins 57 konur eða um 7%. Við hlökkum til að sjá kvenkyns flugnema Keilis breyta þessu hlutfalli í framtíðinni og erum þakklát að fá að leggja okkar af mörkum. Samfélagsleg kynhlutverk eiga ekki að halda aftur af draumum ungs fólks,“ segir í tilkynningu frá Keili. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Tuttugu prósent nema í atvinnuflugnámi Keilis eru nú konur en konur eru ekki nema um 7% flugmanna sem starfandi eru á landinu í dag. Á undanförnum árum hefur kvenkyns nemendum í atvinnuflugi ört fjölgað. Hlutdeild útskrifaðra kvenna úr Flugakademíu Keilis eru um 12% frá því skólinn hóf starfsemi um tíu árum síðan og var hægt að telja fjölda þeirra á fingrum annarrar handar fyrstu árin. Að því er séð verður er áhugi kvenna á flugnámi að aukast. Haustið 2018 leggja samtals 37 konur stund á atvinnuflugnám í Keili og hefur hlutfall kvenna aldrei verið hærra.Hlutfall kvenna í flugnámi í Keili hefur farið ört hækkandi.Keilir/Rut Sigurðardóttir„Skortur á kvenkyns flugmönnum í atvinnuflugi leiðir af sér að ungar stelpur halda að það sé eitthvað sem aftrar þeim frá því að verða atvinnuflugmenn. Mig langar til að breyta því,“ sagði Telma Rut Frímannsdóttir í ræðu sem hún hélt við útskrift atvinnuflugnema í sumar. „Sá tími er sem betur fer liðinn þegar staðalímyndin sýndi konur í þjónustustörfum meðal farþega á meðan karlmenn sátu í stjórnklefanum. En betur má ef duga skal. Í dag eru samanlagt 807 flugmenn og flugstjórar starfandi í flugfélögum á Íslandi, þar af aðeins 57 konur eða um 7%. Við hlökkum til að sjá kvenkyns flugnema Keilis breyta þessu hlutfalli í framtíðinni og erum þakklát að fá að leggja okkar af mörkum. Samfélagsleg kynhlutverk eiga ekki að halda aftur af draumum ungs fólks,“ segir í tilkynningu frá Keili.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira