Hundur skaut eiganda sinn í bringuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 14:55 Charlie, sem skaut eiganda sinn, er Rottweiler-blendingur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Tex Harold Gilligan varð fyrir slysaskoti af völdum eins þriggja veiðihunda sinna þegar hann var við kanínuveiðar í New Mexico-fylki í Bandaríkjunum nú fyrir helgi. „Árásarmaðurinn“ sem um ræðir er 55 kílóa Rottweiler-blendingur að nafninu Charlie en hann sat í framsæti bíls eiganda síns þegar hann flækti loppuna í gikk riffils Gilligan. Það olli því að skoti var hleypt af, sem hæfði veiðimanninn í bringuna. Gilligan, sem er 74 ára, þrírifbeinsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut lungnaskaða af slysaskotinu. „Það [skotið] fór í gegn um lungun mín og rústaði hægra viðbeininu mínu,“ hefur ABC eftir Gilligan, sem sagðist fyrst um sinn hafa talið leyniskyttu hafa skotið á hann úr fjarlægð. „Ég hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Ég var þarna einn, það var enginn nálægt mér.“ Þá sagðist veiðimaðurinn ekki leggja það í vana sinn að taka farsíma með sér á veiðar, en hann hefði ákveðið að hafa hann meðferðis að þessu sinni ef ske kynni að hann þyrfti að ná sambandi við börnin sín, vegna slæms veðurfars að undanförnu. Það varð til þess að Gilligan gat hringt í neyðarlínuna. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala. Rannsakendur málsins telja næsta víst að hundurinn Charlie hafi flækt loppuna í gikk byssunnar sem olli því að skoti var hleypt af. Gilligan sagðist þó hafa húmor fyrir atvikinu. „Ég hélt að svona gæti ekki gerst. „Hundur skýtur mann.“ Hann [Charlie] ætlaði ekki að gera þetta, hann er góður hundur.“ Bandaríkin Dýr Lífið Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tex Harold Gilligan varð fyrir slysaskoti af völdum eins þriggja veiðihunda sinna þegar hann var við kanínuveiðar í New Mexico-fylki í Bandaríkjunum nú fyrir helgi. „Árásarmaðurinn“ sem um ræðir er 55 kílóa Rottweiler-blendingur að nafninu Charlie en hann sat í framsæti bíls eiganda síns þegar hann flækti loppuna í gikk riffils Gilligan. Það olli því að skoti var hleypt af, sem hæfði veiðimanninn í bringuna. Gilligan, sem er 74 ára, þrírifbeinsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut lungnaskaða af slysaskotinu. „Það [skotið] fór í gegn um lungun mín og rústaði hægra viðbeininu mínu,“ hefur ABC eftir Gilligan, sem sagðist fyrst um sinn hafa talið leyniskyttu hafa skotið á hann úr fjarlægð. „Ég hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Ég var þarna einn, það var enginn nálægt mér.“ Þá sagðist veiðimaðurinn ekki leggja það í vana sinn að taka farsíma með sér á veiðar, en hann hefði ákveðið að hafa hann meðferðis að þessu sinni ef ske kynni að hann þyrfti að ná sambandi við börnin sín, vegna slæms veðurfars að undanförnu. Það varð til þess að Gilligan gat hringt í neyðarlínuna. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala. Rannsakendur málsins telja næsta víst að hundurinn Charlie hafi flækt loppuna í gikk byssunnar sem olli því að skoti var hleypt af. Gilligan sagðist þó hafa húmor fyrir atvikinu. „Ég hélt að svona gæti ekki gerst. „Hundur skýtur mann.“ Hann [Charlie] ætlaði ekki að gera þetta, hann er góður hundur.“
Bandaríkin Dýr Lífið Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira