Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 21:44 Erdogan Tyrklandsforseti segir mörgum spurningum ósvarað um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“ Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“
Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06