Götustrákur í Reykjavík Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 07:00 Hasim Ægir býr nú í Noregi með eiginkonu og fjórum börnum. Fréttablaðið/Ernir Hrekkjavakan er í algleymingi í lítilli hliðargötu í miðborginni. Litlir púkar, nornir og börn með ófrýnilegar gúmmígrímur stökkva á milli garða. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir rithöfundur og Hasim Ægir Khan sitja inni við og fylgjast með atganginum í börnunum. Þau bjóða upp á kaffi og kleinur og á stofuborðinu er nýútkomin bók Þóru; Hasim, götustrákur í Kalkútta og Reykjavík. Hasim á engar minningar um að hafa tekið þátt í þessum tiltölulega nýja sið þegar hann var að alast upp hér á landi en hann bjó ekki heldur við neinar venjulegar fjölskylduaðstæður. „En þetta er líka mjög vinsælt í Noregi,“ segir hann. Þar býr Hasim í dag með eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann á einnig átján ára son sem býr hér á Íslandi með móður sinni. „Ég bý í fjörðunum í Noregi og finnst það yndislegt. Oft er ég spurður hvernig Indverji eins og ég þoli kuldann, þá svara ég því til að ég sé Íslendingur og ég elski frost og kulda. Og reyndar er veðrið í Noregi betra en á Íslandi, það er ekki jafnmikið rok,“ segir hann glaður í bragði.Hasim og Þóra Kristín hittust fyrst þegar hann var fimmtán ára gamall, bjó í leiguherbergi í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. „Eins og eldspúandi dreki,“ segir Þóra Kristín. Fréttablaðið/ErnirSkilinn eftir í lest Þegar Hasim var sex ára gamall var hann settur um borð í lest á leið til Kalkútta og skilinn eftir þar. „Ég man þetta vel. Við bjuggum í Gömlu-Dehli. Amma fór með mér einn daginn í leiðangur. Setti mig í lestina og sagðist ætla að skreppa til að ná í vatn. Hún kom ekki aftur og lestin fór af stað. Ég sat í lestinni og grét, var svo hræddur að ég þorði ekki að hreyfa mig. Ég sat enn í lestinni tuttugu og fjórum tímum síðar þegar hún stöðvaðist í Kalkútta,“ segir Hasim frá. „Hann var í rauninni bara borinn út og yfirgefinn af fjölskyldu sinni,“ segir Þóra Kristín. Hasim segist hafa setið sem fastast í lestinni. Starfsfólk sem þreif lestina fann hann. „Ég var færður til lögreglunnar og enda fyrst í fangelsi fyrir börn áður en ég er sendur á barnaheimili,“ segir hann frá. Hasim elst upp á munaðarleysingjaheimilum og á götunni í Kalkútta þar til hann er sendur til ættleiðingar til Íslands tólf ára gamall. Frá lífi hans í Indlandi greinir Þóra Kristín nánar í bókinni. Lýsingar á lífi hans í Kalkútta eru erfiður lestur og það er ljóst að það er algjörlega niðurbrotið barn sem er sent til ættleiðingar til fjölskyldu í Þorlákshöfn.Munaðarleysingjaheimilið í Kalkútta um 2000, sjö árum eftir að Hasim fór þaðan alfarinn. Hasim tók myndina þegar hann sneri þangað aftur til að leita uppi móður sína.Vildu yngra barn „Hann lendir í miklum hremmingum og á að baki erfitt líf sem barn í Kalkútta þegar hann er svo loks sendur til Íslands, líklega var hann þá tólf ára. Í rauninni er það ekki alveg vitað,“ segir Þóra Kristín sem bendir á að börn sem eru yfirgefin á þennan hátt séu ekki með skjöl og pappíra á sér. „Þessi íslensku hjón í Þorlákshöfn sem taka við Hasim virðast síðan algjörlega óundirbúin því að taka við dreng sem kom úr svo erfiðum aðstæðum.“ Hasim tekur undir það og segist strax hafa fundið á sér að þau voru afar vonsvikin. „Ég skildi auðvitað ekki tungumálið og reyndi að lesa í svipbrigði fólks. Ég fann fyrir vonbrigðum. Ég held að þau hafi ekki viljað mig. Þau vildu miklu yngra barn en þau voru beitt þrýstingi til að taka mig. Á barnaheimilinu úti voru þau ákveðin, ég skyldi fara fyrst áður en yngri börn fengjust til ættleiðingar,“ segir Hasim. Hasim var hjá fjölskyldunni í eitt ár og ýmsir erfiðleikar komu upp. Hann hafði upplifað skelfilega hluti og átti bágt með að aðlagast. Smáþorpið Þorlákshöfn var eins og annar heimur miðað við stórborgina Kalkútta. Þar giltu aðrar reglur, önnur lögmál. Allt var öðruvísi og hann var öðruvísi. Hann varð reiður og átti bágt með að ráða við tilfinningar sínar enda hafði hann misst málið og þurft að læra allt upp á nýtt við komuna til landsins. Hasim er hér fyrir miðju með mömmu sinni á Indlandi, bróður og frænda. Myndin er tekin skömmu áður en hann var settur í lestina til Kalkútta. Hann var bara sex ára gamall og grét í lestinni. Hann endaði á barnaheimili í borginni.Skilað „Það komu upp mörg vandamál og eftir eitt ár ákváðu þau að þau vildu alls ekki ættleiða mig,“ segir Hasim sem leynir því ekki að hann hafi verið erfiður. Hann hafi bara ekki ráðið við sig. „Honum var bara skilað. Hann er eina ættleidda barnið sem hefur verið skilað og það munaði engu að honum yrði skilað til Indlands,“ segir Þóra Kristín. Inni á milli frásagna af Hasim í bókinni eru vitnisburðir fólks sem Þóra Kristín hefur talað við. Þeirra á meðal er Kristinn Kristinsson, félagsmálastjóri í Ölfusi. „Það er fjarstæðukennt að ætla að hjón í Þorlákshöfn hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að ættleiða stálpað barn frá Indlandi sem þau höfðu aldrei séð áður og fá sent nánast í pósti til landsins. Sagt er að það hafi verið þrýst á þau að gera þetta. Þau eru að öllum líkindum jafnmikil fórnarlömb í þessu og Hasim sjálfur,“ er haft eftir Kristni í bókinni. Fólk er skuldbundið til að ganga frá ættleiðingu gangi það til hennar. Í yfirlýsingu fósturforeldra hans segir að þau lýsi yfir eindregnum vilja til að ættleiða Hasim ekki. Þá segist þau ekki óska eftir neinum félagslegum eða lagalegum tengslum við hann.Bréf íslenskrar ættleiðingar um aðdragandann að ættleiðingu Hasims. Mynd/SkjáskotÖll skjöl um Hasim hurfu „Atburðarásin sem fór af stað var harðneskjuleg,“ segir Þóra Kristín. „Þegar ættleiðingin er ógilt fer Hasim í umsjá barnaverndarnefndar Ölfushrepps sem fer þá með forræði hans. Hvorki dómsmálaráðuneytið né Íslensk ættleiðing hafa viljað bera ábyrgð á stöðu Hasims,“ segir Þóra Kristín og segir það fljótt hafa komið í ljós að þeir voru margir sem vildu ekki ræða málefni hans. „Margir vildu ekki ræða mál Hasims og reyndu einnig að koma í veg fyrir að bókin kæmi út. Til dæmis hurfu öll skjöl um Hasim úr skjalageymslu Ölfushrepps. Þegar hann loksins mátti fá þau afhent, þá voru þau bara horfin. Það voru sko ekki allir á því að þessi saga yrði sögð,“ leggur Þóra Kristín áherslu á. „En okkur fannst það nauðsynlegt því saga Hasims á mikið erindi í dag,“ segir hún. „Öll þessi flóttabörn sem eru á vergangi í heiminum. Við höfum ekki skilning á því að það er ekki hægt að leggja allt á börn. Það er mýta að þau aðlagist fljótt og gleymi erfiðleikum sínum. Við verðum að vanda okkur þegar við tökum á móti þeim og reyna að skilja hvaðan þau koma og úr hvaða aðstæðum, það er ekki bara hægt að skila þeim þegar illa gengur,“ segir Þóra Kristín. Hún segir að eftir að hafa kynnst Hasim finnist henni enn nöturlegra að hugsa til þeirra barna sem komi til Íslands á flótta undan stríði og öðrum hörmungum. „Þessi börn eru kannski mánuðum eða árum saman í skóla á Íslandi, að strita við að ná fótfestu, læra framandi tungumál og eignast vini. Þá koma einhverjir kerfiskallar og -kellingar og ákveða með einu pennastriki að flytja þau út í skjóli nætur og henda þeim í yfirfullar flóttamannabúðir. Það gæti orðið erfitt að glíma við reiði og sárindi þessara barna síðar meir þegar þau verða fullorðnir einstaklingar.“Fékk skjól hjá kennurum Hasim segir skólastjórnendur og kennara hafa reynst sér vel á Íslandi. „Gæfa mín var hversu gott fólk var í skólanum í Þorlákshöfn og svo seinna í Austurbæjarskóla,“ segir hann frá. „Kennarar í Þorlákshöfn tóku Hasim í fóstur. Þeim þótti vænt um hann og þegar fósturforeldrar hans vildu hann burt af heimilinu, þá fékk hann skjól hjá þeim,“ segir Þóra Kristín. „Það gekk svo reyndar ekki lengur að hann byggi í Þorlákshöfn, það var of erfitt fyrir hann,“ segir hún frá. „Seinna varð hann svo aftur heppinn þegar skólastjórnendur og kennarar í Austurbæjarskóla tóku hann að vissu leyti undir sinn verndarvæng. Þó að þá hafi hann þurft að búa einn í herbergi hér í Reykjavík. Innan um vegalausa. Það var þá sem ég hitti hann Hasim, þegar hann gekk í Austurbæjarskóla.“ Hasim segist hafa vitað að Þóra Kristín væri blaðakona og vildi segja henni sögu sína. „Mér leið svo hræðilega illa með þetta allt saman og vildi held ég einhvern veginn losna við þetta allt saman,“ segir hann.Yfirlýsing fósturforeldra Hasims um að þau séu hætt við að ættleiða hann.Eins og eldspúandi dreki „Hann var í bekk með syni vinkonu minnar. Hann var svo rosalega reiður, mér fannst hann eins og lítill, svarthærður eldspúandi dreki. Hann var svo reiður að hann lyftist frá jörðinni þegar hann talaði. Ég sá að hann var ofboðslega sært barn,“ segir Þóra Kristín sem segist þá hafa hugsað sér að skrifa með honum unglingabók, það hafi hins vegar þurft að líða lengri tími. Það hafi verið of erfitt að ná til hans þarna og málið of viðkvæmt. „Fyrir tæpu ári leiddi ég hugann að því hver örlög hans hefðu orðið, hafði upp á honum og við fórum að ræða saman,“ segir Þóra Kristín sem talaði auk þess við fjölda annars fólks sem kom að málum og studdist við þær skriflegu heimildir sem voru tiltækar. Í Reykjavík bjó Hasim á nokkrum stöðum. Til dæmis í athvarfi fyrir vegalausa unglinga í miðborginni. „Um tíma var hann í herbergi í Mjölnisholti þar sem bjuggu rónar við hliðina á honum. Þar bjó hann á meðan hann sótti tíma í Austurbæjarskóla. Hann borðaði núðlur úr Bónus og þurfti að bjarga sér á allan hátt,“ segir hún. „Hann lendir í því að verða svolítill götustrákur í Reykjavík. Verður sveitarómagi hjá Ölfushreppi og býr aleinn í leiguherbergi í Reykjavík.“Einmana og reiður Hvernig getur svona gerst? Varðar þetta ekki lög? „Þetta er harðneskjulegt. Það voru margir sem vissu þetta og sáu þetta. En kennarar bæði í Þorlákshöfn og svo í Austurbæjarskóla höfðu auga með honum sem var bót í máli,“ segir Þóra Kristín frá og á við Guðmund Sighvatsson skólastjóra og Nínu Magnúsdóttur kennara. Þá var félagsmálafulltrúi Ölfushrepps einnig í sambandi við hann. „Ég mætti oft í skólann án nestis og ekki tilbúinn. Þá sagði hann Guðmundur: Komdu hingað, Hasim minn. Og hjálpaði mér. Þau studdu við mig þegar ég átti engan að. Þegar ég lét ófriðlega í skólanum var ég sendur til hans. Hann tók á móti mér, auðvitað skammaði hann mig. En hann gerði það af alúð þannig að ég fann að ég gat áfram treyst á hann,“ segir Hasim. Hann segist hafa verið ákaflega einmana. Og reiður. „Ég hélt ég væri að hefja nýtt líf þegar ég kom til Íslands. Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur framar. Á sama tíma var ég enn að hugsa til Indlands og þess lífs sem ég átti þar. Ég var rótlaus, reiður og treysti engum,“ segir Hasim. „Hann varð alltaf reiðari og reiðari, það varð sífellt erfiðara að hjálpa honum,“ segir Þóra Kristín. „Þetta er ekki alveg að baki þótt ég lifi góðu lífi í dag. Ég fæ enn martröð þar sem ég er einn í herbergi þar sem rónarnir eru allt í kringum mig. Jólin voru erfiðust. Þá er tími fjölskyldunnar og þá voru allir uppteknir,“ segir Hasim. „Ef ég vildi hitta einhvern þá var það kannski ekki hægt. Og þegar það var frí í skólum og svona. Mér fannst það erfitt,“ segir hann.Tekur föðurhlutverkið alvarlega „En svo kynnist hann stúlku og fjölskylda hennar býður hann velkominn í þeirra líf. Þau reyndust honum ákaflega vel,“ segir Þóra Kristín. Þá átti hann góða vini eins og lögreglumann í Reykjavík sem var tilsjónarmaður á sambýlinu þar sem hann bjó. Hann tók Hasim undir sinn verndarvæng og hefur alltaf verið til taks að hennar sögn. „Ég á íslenskan son. Hann er átján ára og býr með móður sinni á Akureyri. Ég er þakklátur þeim, ég treysti þeim vel og veit að hann hefur það gott. Ég tek föðurhlutverkið alvarlega. Ég reyni að veita börnum mínum það sem ég fékk aldrei. Öryggi. Ég fæ að vísa þeim rétta leið og finnst ég heppinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Sjá meira
Hrekkjavakan er í algleymingi í lítilli hliðargötu í miðborginni. Litlir púkar, nornir og börn með ófrýnilegar gúmmígrímur stökkva á milli garða. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir rithöfundur og Hasim Ægir Khan sitja inni við og fylgjast með atganginum í börnunum. Þau bjóða upp á kaffi og kleinur og á stofuborðinu er nýútkomin bók Þóru; Hasim, götustrákur í Kalkútta og Reykjavík. Hasim á engar minningar um að hafa tekið þátt í þessum tiltölulega nýja sið þegar hann var að alast upp hér á landi en hann bjó ekki heldur við neinar venjulegar fjölskylduaðstæður. „En þetta er líka mjög vinsælt í Noregi,“ segir hann. Þar býr Hasim í dag með eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann á einnig átján ára son sem býr hér á Íslandi með móður sinni. „Ég bý í fjörðunum í Noregi og finnst það yndislegt. Oft er ég spurður hvernig Indverji eins og ég þoli kuldann, þá svara ég því til að ég sé Íslendingur og ég elski frost og kulda. Og reyndar er veðrið í Noregi betra en á Íslandi, það er ekki jafnmikið rok,“ segir hann glaður í bragði.Hasim og Þóra Kristín hittust fyrst þegar hann var fimmtán ára gamall, bjó í leiguherbergi í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. „Eins og eldspúandi dreki,“ segir Þóra Kristín. Fréttablaðið/ErnirSkilinn eftir í lest Þegar Hasim var sex ára gamall var hann settur um borð í lest á leið til Kalkútta og skilinn eftir þar. „Ég man þetta vel. Við bjuggum í Gömlu-Dehli. Amma fór með mér einn daginn í leiðangur. Setti mig í lestina og sagðist ætla að skreppa til að ná í vatn. Hún kom ekki aftur og lestin fór af stað. Ég sat í lestinni og grét, var svo hræddur að ég þorði ekki að hreyfa mig. Ég sat enn í lestinni tuttugu og fjórum tímum síðar þegar hún stöðvaðist í Kalkútta,“ segir Hasim frá. „Hann var í rauninni bara borinn út og yfirgefinn af fjölskyldu sinni,“ segir Þóra Kristín. Hasim segist hafa setið sem fastast í lestinni. Starfsfólk sem þreif lestina fann hann. „Ég var færður til lögreglunnar og enda fyrst í fangelsi fyrir börn áður en ég er sendur á barnaheimili,“ segir hann frá. Hasim elst upp á munaðarleysingjaheimilum og á götunni í Kalkútta þar til hann er sendur til ættleiðingar til Íslands tólf ára gamall. Frá lífi hans í Indlandi greinir Þóra Kristín nánar í bókinni. Lýsingar á lífi hans í Kalkútta eru erfiður lestur og það er ljóst að það er algjörlega niðurbrotið barn sem er sent til ættleiðingar til fjölskyldu í Þorlákshöfn.Munaðarleysingjaheimilið í Kalkútta um 2000, sjö árum eftir að Hasim fór þaðan alfarinn. Hasim tók myndina þegar hann sneri þangað aftur til að leita uppi móður sína.Vildu yngra barn „Hann lendir í miklum hremmingum og á að baki erfitt líf sem barn í Kalkútta þegar hann er svo loks sendur til Íslands, líklega var hann þá tólf ára. Í rauninni er það ekki alveg vitað,“ segir Þóra Kristín sem bendir á að börn sem eru yfirgefin á þennan hátt séu ekki með skjöl og pappíra á sér. „Þessi íslensku hjón í Þorlákshöfn sem taka við Hasim virðast síðan algjörlega óundirbúin því að taka við dreng sem kom úr svo erfiðum aðstæðum.“ Hasim tekur undir það og segist strax hafa fundið á sér að þau voru afar vonsvikin. „Ég skildi auðvitað ekki tungumálið og reyndi að lesa í svipbrigði fólks. Ég fann fyrir vonbrigðum. Ég held að þau hafi ekki viljað mig. Þau vildu miklu yngra barn en þau voru beitt þrýstingi til að taka mig. Á barnaheimilinu úti voru þau ákveðin, ég skyldi fara fyrst áður en yngri börn fengjust til ættleiðingar,“ segir Hasim. Hasim var hjá fjölskyldunni í eitt ár og ýmsir erfiðleikar komu upp. Hann hafði upplifað skelfilega hluti og átti bágt með að aðlagast. Smáþorpið Þorlákshöfn var eins og annar heimur miðað við stórborgina Kalkútta. Þar giltu aðrar reglur, önnur lögmál. Allt var öðruvísi og hann var öðruvísi. Hann varð reiður og átti bágt með að ráða við tilfinningar sínar enda hafði hann misst málið og þurft að læra allt upp á nýtt við komuna til landsins. Hasim er hér fyrir miðju með mömmu sinni á Indlandi, bróður og frænda. Myndin er tekin skömmu áður en hann var settur í lestina til Kalkútta. Hann var bara sex ára gamall og grét í lestinni. Hann endaði á barnaheimili í borginni.Skilað „Það komu upp mörg vandamál og eftir eitt ár ákváðu þau að þau vildu alls ekki ættleiða mig,“ segir Hasim sem leynir því ekki að hann hafi verið erfiður. Hann hafi bara ekki ráðið við sig. „Honum var bara skilað. Hann er eina ættleidda barnið sem hefur verið skilað og það munaði engu að honum yrði skilað til Indlands,“ segir Þóra Kristín. Inni á milli frásagna af Hasim í bókinni eru vitnisburðir fólks sem Þóra Kristín hefur talað við. Þeirra á meðal er Kristinn Kristinsson, félagsmálastjóri í Ölfusi. „Það er fjarstæðukennt að ætla að hjón í Þorlákshöfn hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að ættleiða stálpað barn frá Indlandi sem þau höfðu aldrei séð áður og fá sent nánast í pósti til landsins. Sagt er að það hafi verið þrýst á þau að gera þetta. Þau eru að öllum líkindum jafnmikil fórnarlömb í þessu og Hasim sjálfur,“ er haft eftir Kristni í bókinni. Fólk er skuldbundið til að ganga frá ættleiðingu gangi það til hennar. Í yfirlýsingu fósturforeldra hans segir að þau lýsi yfir eindregnum vilja til að ættleiða Hasim ekki. Þá segist þau ekki óska eftir neinum félagslegum eða lagalegum tengslum við hann.Bréf íslenskrar ættleiðingar um aðdragandann að ættleiðingu Hasims. Mynd/SkjáskotÖll skjöl um Hasim hurfu „Atburðarásin sem fór af stað var harðneskjuleg,“ segir Þóra Kristín. „Þegar ættleiðingin er ógilt fer Hasim í umsjá barnaverndarnefndar Ölfushrepps sem fer þá með forræði hans. Hvorki dómsmálaráðuneytið né Íslensk ættleiðing hafa viljað bera ábyrgð á stöðu Hasims,“ segir Þóra Kristín og segir það fljótt hafa komið í ljós að þeir voru margir sem vildu ekki ræða málefni hans. „Margir vildu ekki ræða mál Hasims og reyndu einnig að koma í veg fyrir að bókin kæmi út. Til dæmis hurfu öll skjöl um Hasim úr skjalageymslu Ölfushrepps. Þegar hann loksins mátti fá þau afhent, þá voru þau bara horfin. Það voru sko ekki allir á því að þessi saga yrði sögð,“ leggur Þóra Kristín áherslu á. „En okkur fannst það nauðsynlegt því saga Hasims á mikið erindi í dag,“ segir hún. „Öll þessi flóttabörn sem eru á vergangi í heiminum. Við höfum ekki skilning á því að það er ekki hægt að leggja allt á börn. Það er mýta að þau aðlagist fljótt og gleymi erfiðleikum sínum. Við verðum að vanda okkur þegar við tökum á móti þeim og reyna að skilja hvaðan þau koma og úr hvaða aðstæðum, það er ekki bara hægt að skila þeim þegar illa gengur,“ segir Þóra Kristín. Hún segir að eftir að hafa kynnst Hasim finnist henni enn nöturlegra að hugsa til þeirra barna sem komi til Íslands á flótta undan stríði og öðrum hörmungum. „Þessi börn eru kannski mánuðum eða árum saman í skóla á Íslandi, að strita við að ná fótfestu, læra framandi tungumál og eignast vini. Þá koma einhverjir kerfiskallar og -kellingar og ákveða með einu pennastriki að flytja þau út í skjóli nætur og henda þeim í yfirfullar flóttamannabúðir. Það gæti orðið erfitt að glíma við reiði og sárindi þessara barna síðar meir þegar þau verða fullorðnir einstaklingar.“Fékk skjól hjá kennurum Hasim segir skólastjórnendur og kennara hafa reynst sér vel á Íslandi. „Gæfa mín var hversu gott fólk var í skólanum í Þorlákshöfn og svo seinna í Austurbæjarskóla,“ segir hann frá. „Kennarar í Þorlákshöfn tóku Hasim í fóstur. Þeim þótti vænt um hann og þegar fósturforeldrar hans vildu hann burt af heimilinu, þá fékk hann skjól hjá þeim,“ segir Þóra Kristín. „Það gekk svo reyndar ekki lengur að hann byggi í Þorlákshöfn, það var of erfitt fyrir hann,“ segir hún frá. „Seinna varð hann svo aftur heppinn þegar skólastjórnendur og kennarar í Austurbæjarskóla tóku hann að vissu leyti undir sinn verndarvæng. Þó að þá hafi hann þurft að búa einn í herbergi hér í Reykjavík. Innan um vegalausa. Það var þá sem ég hitti hann Hasim, þegar hann gekk í Austurbæjarskóla.“ Hasim segist hafa vitað að Þóra Kristín væri blaðakona og vildi segja henni sögu sína. „Mér leið svo hræðilega illa með þetta allt saman og vildi held ég einhvern veginn losna við þetta allt saman,“ segir hann.Yfirlýsing fósturforeldra Hasims um að þau séu hætt við að ættleiða hann.Eins og eldspúandi dreki „Hann var í bekk með syni vinkonu minnar. Hann var svo rosalega reiður, mér fannst hann eins og lítill, svarthærður eldspúandi dreki. Hann var svo reiður að hann lyftist frá jörðinni þegar hann talaði. Ég sá að hann var ofboðslega sært barn,“ segir Þóra Kristín sem segist þá hafa hugsað sér að skrifa með honum unglingabók, það hafi hins vegar þurft að líða lengri tími. Það hafi verið of erfitt að ná til hans þarna og málið of viðkvæmt. „Fyrir tæpu ári leiddi ég hugann að því hver örlög hans hefðu orðið, hafði upp á honum og við fórum að ræða saman,“ segir Þóra Kristín sem talaði auk þess við fjölda annars fólks sem kom að málum og studdist við þær skriflegu heimildir sem voru tiltækar. Í Reykjavík bjó Hasim á nokkrum stöðum. Til dæmis í athvarfi fyrir vegalausa unglinga í miðborginni. „Um tíma var hann í herbergi í Mjölnisholti þar sem bjuggu rónar við hliðina á honum. Þar bjó hann á meðan hann sótti tíma í Austurbæjarskóla. Hann borðaði núðlur úr Bónus og þurfti að bjarga sér á allan hátt,“ segir hún. „Hann lendir í því að verða svolítill götustrákur í Reykjavík. Verður sveitarómagi hjá Ölfushreppi og býr aleinn í leiguherbergi í Reykjavík.“Einmana og reiður Hvernig getur svona gerst? Varðar þetta ekki lög? „Þetta er harðneskjulegt. Það voru margir sem vissu þetta og sáu þetta. En kennarar bæði í Þorlákshöfn og svo í Austurbæjarskóla höfðu auga með honum sem var bót í máli,“ segir Þóra Kristín frá og á við Guðmund Sighvatsson skólastjóra og Nínu Magnúsdóttur kennara. Þá var félagsmálafulltrúi Ölfushrepps einnig í sambandi við hann. „Ég mætti oft í skólann án nestis og ekki tilbúinn. Þá sagði hann Guðmundur: Komdu hingað, Hasim minn. Og hjálpaði mér. Þau studdu við mig þegar ég átti engan að. Þegar ég lét ófriðlega í skólanum var ég sendur til hans. Hann tók á móti mér, auðvitað skammaði hann mig. En hann gerði það af alúð þannig að ég fann að ég gat áfram treyst á hann,“ segir Hasim. Hann segist hafa verið ákaflega einmana. Og reiður. „Ég hélt ég væri að hefja nýtt líf þegar ég kom til Íslands. Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur framar. Á sama tíma var ég enn að hugsa til Indlands og þess lífs sem ég átti þar. Ég var rótlaus, reiður og treysti engum,“ segir Hasim. „Hann varð alltaf reiðari og reiðari, það varð sífellt erfiðara að hjálpa honum,“ segir Þóra Kristín. „Þetta er ekki alveg að baki þótt ég lifi góðu lífi í dag. Ég fæ enn martröð þar sem ég er einn í herbergi þar sem rónarnir eru allt í kringum mig. Jólin voru erfiðust. Þá er tími fjölskyldunnar og þá voru allir uppteknir,“ segir Hasim. „Ef ég vildi hitta einhvern þá var það kannski ekki hægt. Og þegar það var frí í skólum og svona. Mér fannst það erfitt,“ segir hann.Tekur föðurhlutverkið alvarlega „En svo kynnist hann stúlku og fjölskylda hennar býður hann velkominn í þeirra líf. Þau reyndust honum ákaflega vel,“ segir Þóra Kristín. Þá átti hann góða vini eins og lögreglumann í Reykjavík sem var tilsjónarmaður á sambýlinu þar sem hann bjó. Hann tók Hasim undir sinn verndarvæng og hefur alltaf verið til taks að hennar sögn. „Ég á íslenskan son. Hann er átján ára og býr með móður sinni á Akureyri. Ég er þakklátur þeim, ég treysti þeim vel og veit að hann hefur það gott. Ég tek föðurhlutverkið alvarlega. Ég reyni að veita börnum mínum það sem ég fékk aldrei. Öryggi. Ég fæ að vísa þeim rétta leið og finnst ég heppinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Sjá meira