Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark er Vendssyssel tapaði 3-2 gegn SönderjyskE í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Jón Dagur kom Vendssyssel yfir á fjórtándu mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Jón Dagur skoraði einnig mark úr aukaspyrnu gegn FCK fyrr á leiktíðinni.
Vendssyssel var 1-0 yfir í hálfleik en var lent 3-1 undir er 72. mínútur voru liðnar af leiknum. Emmanuel Ogude minnkaði muninn fyrir Vendssyssel fimm mínútum fyrir leikslok en nær komust þeir ekki.
Jón Dagur spilaði allan leikinn í Vendssyssel sem er með fimmtán stig í tólfta sæti deildarinnar. Fjögur stig eru upp í sjötta sæti deildarinnar.
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði einnig allan leikinn fyrir SönderjyskE sem er að gera afar góða hluti. Þeir eru í fjórða sæti deildarinnar með tuttugu stig.
