Fyrir tveimur vikum kom svo út fyrsta sólólag rapparans, Seðlar fjúka.
„Þema playlistans er eiginlega bara dót sem ég hlusta á daglega,“ segir Ízleifur um lagavalið og bætir við að hann sé „mesti Future fan í heimi“ og hlusti því mikið á hann. „Dreg mikið inspiration úr þessu ‘wave-i’ af lögum.“
Á næstunni er stefnan hjá Ízleifi að gefa út meira nýtt efni, hann sé með fullt tilbúið en þurfi bara velja úr því.