Hefur yfirstjórn kirkjunnar misst trú á eigin boðun? Haraldur Benediktsson skrifar 2. nóvember 2018 10:53 Ég er sóknarbarn í Saurbæjarprestakalli. Skírður og fermdur, aldrei íhugað að yfirgefa íslenski þjóðkirkjuna. Kirkjuna sem boðar kærleika og umburðarlyndi. Nánast af tilviljun frétti ég að eigi að leggja niður prestakallið í Saurbæ. Mitt prestakall. Leggja einhliða undir Garðaprestakall. Sem ég og sveit mín reyndar tilheyrðum áður, til ársins 1974, ef ég man rétt. Hef ekki neitt að athuga við endurskipulagningu á innra starfi og fyrirkomulagi hennar. En vinnubrögð, aðferðarfræði og framganga yfirvalda þjóðkirkjunnar eru í þessu máli forkastanleg. Nú liggur fyrir kirkjuþingi tillaga um að leggja niður Saurbæjarprestakall, og ástæðan er að sögn, vegna þess að sóknarprestur getur heilsu sinnar vegna ekki búið í prestbústaðnum vegna myglu. Viðgerðir hafa ekki verið fullnægjandi – og ekki reynt að láta reyna á til enda hvort takist að lagfæra húsið. En húsið í þessu ástandi verði mögulega sett í leigu til fólks sem sættir sig við að búa í heilsuspillandi húsnæði. . Það mun vera fordæmi fyrir því að Kirkjan leigi út íbúðarhúsnæði sem er skemmt af myglu. Ekki einu sinni haft fyrir því að láta prestakallið sem á að taka við vita að þetta standi til. Fjölskylda svipt heimili sínu. Sóknarprestur, sem hefur misst heilsuna vegna húsnæðis, er á hrakhólum. Hann og fjölskylda hans hafa ekki getað haldið heimili í langan tíma. Úrræði yfirvalda kirkjunnar er að kasta í skyndi fyrir kirkjuþing tillögu um að leggja þá niður prestakallið fyrst fjölskyldan vill ekki flytja aftur inn í prestsetrið, sem þó er heilsuspillandi! Hvernig rímar þetta við boðun kirkjunnar? Sem gefur sig út fyrir að standa fyrir náungakærleika – umburðarlyndi. Hvernig stjórnsýsla er það? Hvernig samræmist það boðandi kirkju um kærleika og umhyggju að ganga fram með þessum hætti? Að í skyndi – án þeirrar starfsreglu kirkjunnar að kirkjuráðið allt standi að tillögugerð. Einn kirkjuráðsmaður stendur að tillögunni – og gefur í skyn að allt kirkjuráðið styðji þessa lausn. Hversvegna stendur það ekki að allt að þessari tillögu? En hver er þessi lausn? Hefur verið reynt að semja við sóknarprestinn um aðra lausn? Nei. Hefur verið rætt við það fólk sem hefur tekið að sér, fyrir samfélag sitt, að gegna trúnaðarstöðum í þeim sóknum? Er það hugmynd kirkjunnar að lausn mála að svipta samfélagi prestakalli sínu og sóknarprest embætti af því að hann getur ekki búið á heimili sínu, sem er heilsuspillandi? Hús eru lagfærð og ný hús byggð, þegar þau ganga úr sér. Það er gangur lífsins. Kirkjur og prestsetur eru hluti af sögu okkar, það er stór ákvörðun að ganga til þess verks, að leggja niður prestakall. Prestsetur á einni höfuðkirkju Íslands Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hvar er nú virðing hennar fyrir arfleið sr Hallgríms Péturssonar? Höfundi passíusálmanna – einu mesta bókmenntverki sem þessi þjóð á. Það er eitthvað meira en lítið að fjármálum kirkjunnar ef hún getur ekki einu sinni haldið við húsum sínum. Hvernig fer kirkjan með eignir sínar, er spurning sem leitar á. Er það í samræmi við byggðalegt hlutverk þessarar miklu stofnunar að eyða byggð og búsetu með þessum hætti? Þetta er jú þjóðkirkjan. En munum að til stendur að leigja hús prestsetursins til fólks sem sættir sig við heilsuspillandi húsnæði. Vinnubrögð og aðdragandi að þessari geðþótta tillögu um skyndilega niðurlagningu prestakallsins eru forkastanleg. En samkvæmt þeim reglum sem kirkjuþing starfar eftir, að mér er sagt, er ekki farið að starfsreglum og tillagan ekki þingtæk. En það mun þykja aðeins formsatriði Það er því verið að skapa fordæmi fyrir þeim skyndi lausnum að leggja niður hundruð ára búsetu – með engum fyrirvara. Leggja niður prestakall – embætti – ef geðþótti yfirvalda stendur til þess. Ef prestur er óþægur - leggjum niður embættið. Þjóðkirkjan, með sín miklu opinberu framlög hefur að mínu mati skyldur við landsbyggðina. Auðvitað og sem betur fer erum við að hverfa frá opinberum embættisbústöðum. En fyrir byggðir getur skipt máli að opinberir aðilar þekki hlutverk sitt. Það er því ekkert sjálfgefið að td prestbústaður sé ekki endurnýjaður. Það er nauðsynlegt að aðdragandi að þessum breytingum verði rannsakaður og framganga öll. Fyrr er ekki hægt að öðlast traust og trúnað á þessa mikilvægu stofnun. Traust mitt til hennar er í það minnsta brotið. Er til of mikils mælst, af hendi okkar sóknarbarna, að tillögu þessari verði frestað – og reynt að ræða málið? Kannski ætti kirkjan sjálf að hlusta á það sem hún boðar? Ég hef ekki gengið af minni trú.Höfundur er alþingismaður. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er sóknarbarn í Saurbæjarprestakalli. Skírður og fermdur, aldrei íhugað að yfirgefa íslenski þjóðkirkjuna. Kirkjuna sem boðar kærleika og umburðarlyndi. Nánast af tilviljun frétti ég að eigi að leggja niður prestakallið í Saurbæ. Mitt prestakall. Leggja einhliða undir Garðaprestakall. Sem ég og sveit mín reyndar tilheyrðum áður, til ársins 1974, ef ég man rétt. Hef ekki neitt að athuga við endurskipulagningu á innra starfi og fyrirkomulagi hennar. En vinnubrögð, aðferðarfræði og framganga yfirvalda þjóðkirkjunnar eru í þessu máli forkastanleg. Nú liggur fyrir kirkjuþingi tillaga um að leggja niður Saurbæjarprestakall, og ástæðan er að sögn, vegna þess að sóknarprestur getur heilsu sinnar vegna ekki búið í prestbústaðnum vegna myglu. Viðgerðir hafa ekki verið fullnægjandi – og ekki reynt að láta reyna á til enda hvort takist að lagfæra húsið. En húsið í þessu ástandi verði mögulega sett í leigu til fólks sem sættir sig við að búa í heilsuspillandi húsnæði. . Það mun vera fordæmi fyrir því að Kirkjan leigi út íbúðarhúsnæði sem er skemmt af myglu. Ekki einu sinni haft fyrir því að láta prestakallið sem á að taka við vita að þetta standi til. Fjölskylda svipt heimili sínu. Sóknarprestur, sem hefur misst heilsuna vegna húsnæðis, er á hrakhólum. Hann og fjölskylda hans hafa ekki getað haldið heimili í langan tíma. Úrræði yfirvalda kirkjunnar er að kasta í skyndi fyrir kirkjuþing tillögu um að leggja þá niður prestakallið fyrst fjölskyldan vill ekki flytja aftur inn í prestsetrið, sem þó er heilsuspillandi! Hvernig rímar þetta við boðun kirkjunnar? Sem gefur sig út fyrir að standa fyrir náungakærleika – umburðarlyndi. Hvernig stjórnsýsla er það? Hvernig samræmist það boðandi kirkju um kærleika og umhyggju að ganga fram með þessum hætti? Að í skyndi – án þeirrar starfsreglu kirkjunnar að kirkjuráðið allt standi að tillögugerð. Einn kirkjuráðsmaður stendur að tillögunni – og gefur í skyn að allt kirkjuráðið styðji þessa lausn. Hversvegna stendur það ekki að allt að þessari tillögu? En hver er þessi lausn? Hefur verið reynt að semja við sóknarprestinn um aðra lausn? Nei. Hefur verið rætt við það fólk sem hefur tekið að sér, fyrir samfélag sitt, að gegna trúnaðarstöðum í þeim sóknum? Er það hugmynd kirkjunnar að lausn mála að svipta samfélagi prestakalli sínu og sóknarprest embætti af því að hann getur ekki búið á heimili sínu, sem er heilsuspillandi? Hús eru lagfærð og ný hús byggð, þegar þau ganga úr sér. Það er gangur lífsins. Kirkjur og prestsetur eru hluti af sögu okkar, það er stór ákvörðun að ganga til þess verks, að leggja niður prestakall. Prestsetur á einni höfuðkirkju Íslands Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hvar er nú virðing hennar fyrir arfleið sr Hallgríms Péturssonar? Höfundi passíusálmanna – einu mesta bókmenntverki sem þessi þjóð á. Það er eitthvað meira en lítið að fjármálum kirkjunnar ef hún getur ekki einu sinni haldið við húsum sínum. Hvernig fer kirkjan með eignir sínar, er spurning sem leitar á. Er það í samræmi við byggðalegt hlutverk þessarar miklu stofnunar að eyða byggð og búsetu með þessum hætti? Þetta er jú þjóðkirkjan. En munum að til stendur að leigja hús prestsetursins til fólks sem sættir sig við heilsuspillandi húsnæði. Vinnubrögð og aðdragandi að þessari geðþótta tillögu um skyndilega niðurlagningu prestakallsins eru forkastanleg. En samkvæmt þeim reglum sem kirkjuþing starfar eftir, að mér er sagt, er ekki farið að starfsreglum og tillagan ekki þingtæk. En það mun þykja aðeins formsatriði Það er því verið að skapa fordæmi fyrir þeim skyndi lausnum að leggja niður hundruð ára búsetu – með engum fyrirvara. Leggja niður prestakall – embætti – ef geðþótti yfirvalda stendur til þess. Ef prestur er óþægur - leggjum niður embættið. Þjóðkirkjan, með sín miklu opinberu framlög hefur að mínu mati skyldur við landsbyggðina. Auðvitað og sem betur fer erum við að hverfa frá opinberum embættisbústöðum. En fyrir byggðir getur skipt máli að opinberir aðilar þekki hlutverk sitt. Það er því ekkert sjálfgefið að td prestbústaður sé ekki endurnýjaður. Það er nauðsynlegt að aðdragandi að þessum breytingum verði rannsakaður og framganga öll. Fyrr er ekki hægt að öðlast traust og trúnað á þessa mikilvægu stofnun. Traust mitt til hennar er í það minnsta brotið. Er til of mikils mælst, af hendi okkar sóknarbarna, að tillögu þessari verði frestað – og reynt að ræða málið? Kannski ætti kirkjan sjálf að hlusta á það sem hún boðar? Ég hef ekki gengið af minni trú.Höfundur er alþingismaður. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu hans.
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar