Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 89-73 │Aldrei spurning í Mathöllinni Benedikt Grétarsson í Mathús Garðabæjar hölliinni skrifar 1. nóvember 2018 21:15 Ægir átti góðan leik í kvöld. vísir/bára Stjarnan vann auðveldan sigur á Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust á heimavelli Stjörnunnar í Dominosdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 89-73 en Garðbæingar höfðu 20 stiga forystu í hálfleik, 52-32. Paul Anthony Jones var stigahæstur Stjörnumanna með 20 stig en Kinu Rochford var bestur í liði Þórs með 22 stig og 9 fráköst. Gestirnir voru án Litháans Gintautas Mantulis í kvöld og það kom fljótlega í ljós að Þórsarar máttu ekki við þeirri blóðtöku gegn gríðarsterku Stjörnuliði. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust í 11-0. Þórsarar virkuðu ragir og létu sterkan varnarleik Stjörnumanna slá sig algjörlega út af laginu. Fyrr en varði var staðan orðin 20-5 og ljóst í hvað stefndi. Stjarnan náði mest 24 stiga forystu í fyrri hálfleik en hraðupphlaup Kinu Rochford á lokasekúndum hálfleiksins sá til þess að munurinn var 20 stig að loknum 20 mínúta leik. Þór byrjaði seinni hálfleikinn á „box og einn“ vörn þar sem Ragnar Bragason elti Antti Kanervo í maður á mann vörn en hinir fjórir varnarmennirnir spiluðu svæðisvörn. Það tók Stjörnumenn smá tíma að átta sig á þessu varnarafbrigði en heimamenn skoruðu ekki fyrr en eftir rúmlega fjögurra mínútna leik. Stjarnan náði fljótlega áttum og hafði þægilegt forskot fyrir lokaleikhlutann, 69-48. Fjórði og síðasti leikhluti hefði í raun átt að vera formsatriði en Þórsarar náðu með mikilli baráttu að minnka muninn í 11 stig. Þá skiptu Stjörnumenn byrjunarliðinu aftur inn á völlinn og lönduðu sanngjörnum sigri. Loktölur 89-73 og Stjarnan hefur því átta stig að loknum fimm umferðum en Þór er í neðri hlutanum með aðeins tvö stig.Af hverju vann Stjarnan leikinn? Varnarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar lengstum í leiknum. Mikil ákefð var í öllum leikmönnum liðsins og greinilegt að svara átti fyrir tapið gegn Keflavík í síðustu umferð. Boltinn gekk vel á milli manna og besta skotið varð oftast fyrir valinu. Liðsheildin var sterk og allir lögðu sitt lóð á vogarskálarnar.Hverjir stóðu upp úr? Paul Jones skilar alltaf góðri vinnu, hægt og hljóðlega. Colin Pryor og Hlynur Bæringsson voru drjúgir en spiluðu ekki sérstaklega mikið. Hjá Þór var Kinu Rochford langbestur og Halldór Garðar Hermannsson barðist af krafti allan tímann.Tölfræði sem vakti athygli Stjörnumenn skutu 30 fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu alls 12 slíkum skotum. Það gerir 40% nýtingu sem er alveg viðunandi. Hvað gerist næst? Stjarnan fer í stutta strætóferð í Kópavoginn og mætir Breiðabliki í bikarkeppni KKÍ. Þórsarar fara í heldur legra ferðalag til Stykkishólms og mæta Snæfelli í sömu keppni.Hlynur: Kannski einhver splæsi í nýja klukku Baráttuhundurinn Hlynur Bæringsson var hæfilega kátur þrátt sigur Stjörnunnar gegn Þór í kvöld. Hlynur var frekar ósáttur við hvimleiða vallarklukkuna í Mathús Garðabæjar höllinni, sem ítrekað bilaði og skemmdi flæðið í leiknum. „Þetta var eiginlega agalegt. Alveg skelfilegt bara en það er búið að vera vesen á þessari helvítis klukku. Það er nú kannski bara kominn tími á að þetta verði bara lagað í eitt skipti fyrir öll. Það ætti að vera til nóg af peningum hérna, mér skilst það. Kannski einhver splæsi í nýja klukku,“ sagði Hlynur að leik loknum. Hlynur er sammála blaðamanni að Stjarnan hafi verið sterkari aðilinn allan leikinn. „Við vorum alveg með þennan leik nokkuð öruggan fannst mér. Það datt bara allt hjá okkur en mér fannst þetta ekki skemmtilegur leikur. Það fór einhvernveginn allur taktur úr leiknum. Þeir hitta illa í byrjun en Þór er með fínt lið, sérstaklega þegar þeir eru komnir aftur með Gintautas.“ „Við erum bara ánægðir með að vinna leikinn. Við tökum því bara en þetta var ekkert sérstakt og mér líður ekkert eins og ég hafi unnið. Ég er hálf pirraður bara,“ sagði fyrirliðinn. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn spræku liði Breiðabliks og þar verður hart barist. „Nú eru það bara Blikarnir í bikarkeppninni á mánudaginn. Það verður meira fjör þar, andskotinn hafi það! Það verður búið að laga klukkuna og svona,“ sagði Hlynur léttur að lokum.Baldur: Holan var of djúp Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs sagði slæma byrjun liðsins hafa gert verkefnið ansi erfitt. „Já, við töpuðum alltof mörgum boltum hérna í fyrri hálfleik og náðum eiginlega aldrei að komast í einhvern takt. Við gröfum einfaldlega of djúpa holu í byrjun leiks.“ Þórsarar buðu upp á „box & 1“ vörn í upphafi seinni hálfleiks og það virtist rugla Stjörnuna í ríminu en heimamenn skoruðu ekki stig fyrstu fjórar mínútur seinni hálfleiks. „Við komum með eitthvað óvænt og það virkaði í þetta skipti. Það vantaði hins vegar aðeins að sóknin fylgdi með og ef við hefðum hitt betur úr skotunum okkar, þá er einhver möguleiki að við hefðum séð aðra útkomu í kvöld.“ „Við gáfumst þá allavega aldrei upp en holan sem við grófum í fyrri hálfleik var bara of djúp.“ Þrátt fyrir tapið, var engan billbug að finna á þjálfaranum. „Við tökum alltaf eitthvað jákvætt úr öllum leikjum en líka eitthvað neikvætt. Það er bara að læra af þessu og halda áfram,“ sagði Baldur að lokum. Dominos-deild karla
Stjarnan vann auðveldan sigur á Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust á heimavelli Stjörnunnar í Dominosdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 89-73 en Garðbæingar höfðu 20 stiga forystu í hálfleik, 52-32. Paul Anthony Jones var stigahæstur Stjörnumanna með 20 stig en Kinu Rochford var bestur í liði Þórs með 22 stig og 9 fráköst. Gestirnir voru án Litháans Gintautas Mantulis í kvöld og það kom fljótlega í ljós að Þórsarar máttu ekki við þeirri blóðtöku gegn gríðarsterku Stjörnuliði. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust í 11-0. Þórsarar virkuðu ragir og létu sterkan varnarleik Stjörnumanna slá sig algjörlega út af laginu. Fyrr en varði var staðan orðin 20-5 og ljóst í hvað stefndi. Stjarnan náði mest 24 stiga forystu í fyrri hálfleik en hraðupphlaup Kinu Rochford á lokasekúndum hálfleiksins sá til þess að munurinn var 20 stig að loknum 20 mínúta leik. Þór byrjaði seinni hálfleikinn á „box og einn“ vörn þar sem Ragnar Bragason elti Antti Kanervo í maður á mann vörn en hinir fjórir varnarmennirnir spiluðu svæðisvörn. Það tók Stjörnumenn smá tíma að átta sig á þessu varnarafbrigði en heimamenn skoruðu ekki fyrr en eftir rúmlega fjögurra mínútna leik. Stjarnan náði fljótlega áttum og hafði þægilegt forskot fyrir lokaleikhlutann, 69-48. Fjórði og síðasti leikhluti hefði í raun átt að vera formsatriði en Þórsarar náðu með mikilli baráttu að minnka muninn í 11 stig. Þá skiptu Stjörnumenn byrjunarliðinu aftur inn á völlinn og lönduðu sanngjörnum sigri. Loktölur 89-73 og Stjarnan hefur því átta stig að loknum fimm umferðum en Þór er í neðri hlutanum með aðeins tvö stig.Af hverju vann Stjarnan leikinn? Varnarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar lengstum í leiknum. Mikil ákefð var í öllum leikmönnum liðsins og greinilegt að svara átti fyrir tapið gegn Keflavík í síðustu umferð. Boltinn gekk vel á milli manna og besta skotið varð oftast fyrir valinu. Liðsheildin var sterk og allir lögðu sitt lóð á vogarskálarnar.Hverjir stóðu upp úr? Paul Jones skilar alltaf góðri vinnu, hægt og hljóðlega. Colin Pryor og Hlynur Bæringsson voru drjúgir en spiluðu ekki sérstaklega mikið. Hjá Þór var Kinu Rochford langbestur og Halldór Garðar Hermannsson barðist af krafti allan tímann.Tölfræði sem vakti athygli Stjörnumenn skutu 30 fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu alls 12 slíkum skotum. Það gerir 40% nýtingu sem er alveg viðunandi. Hvað gerist næst? Stjarnan fer í stutta strætóferð í Kópavoginn og mætir Breiðabliki í bikarkeppni KKÍ. Þórsarar fara í heldur legra ferðalag til Stykkishólms og mæta Snæfelli í sömu keppni.Hlynur: Kannski einhver splæsi í nýja klukku Baráttuhundurinn Hlynur Bæringsson var hæfilega kátur þrátt sigur Stjörnunnar gegn Þór í kvöld. Hlynur var frekar ósáttur við hvimleiða vallarklukkuna í Mathús Garðabæjar höllinni, sem ítrekað bilaði og skemmdi flæðið í leiknum. „Þetta var eiginlega agalegt. Alveg skelfilegt bara en það er búið að vera vesen á þessari helvítis klukku. Það er nú kannski bara kominn tími á að þetta verði bara lagað í eitt skipti fyrir öll. Það ætti að vera til nóg af peningum hérna, mér skilst það. Kannski einhver splæsi í nýja klukku,“ sagði Hlynur að leik loknum. Hlynur er sammála blaðamanni að Stjarnan hafi verið sterkari aðilinn allan leikinn. „Við vorum alveg með þennan leik nokkuð öruggan fannst mér. Það datt bara allt hjá okkur en mér fannst þetta ekki skemmtilegur leikur. Það fór einhvernveginn allur taktur úr leiknum. Þeir hitta illa í byrjun en Þór er með fínt lið, sérstaklega þegar þeir eru komnir aftur með Gintautas.“ „Við erum bara ánægðir með að vinna leikinn. Við tökum því bara en þetta var ekkert sérstakt og mér líður ekkert eins og ég hafi unnið. Ég er hálf pirraður bara,“ sagði fyrirliðinn. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn spræku liði Breiðabliks og þar verður hart barist. „Nú eru það bara Blikarnir í bikarkeppninni á mánudaginn. Það verður meira fjör þar, andskotinn hafi það! Það verður búið að laga klukkuna og svona,“ sagði Hlynur léttur að lokum.Baldur: Holan var of djúp Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs sagði slæma byrjun liðsins hafa gert verkefnið ansi erfitt. „Já, við töpuðum alltof mörgum boltum hérna í fyrri hálfleik og náðum eiginlega aldrei að komast í einhvern takt. Við gröfum einfaldlega of djúpa holu í byrjun leiks.“ Þórsarar buðu upp á „box & 1“ vörn í upphafi seinni hálfleiks og það virtist rugla Stjörnuna í ríminu en heimamenn skoruðu ekki stig fyrstu fjórar mínútur seinni hálfleiks. „Við komum með eitthvað óvænt og það virkaði í þetta skipti. Það vantaði hins vegar aðeins að sóknin fylgdi með og ef við hefðum hitt betur úr skotunum okkar, þá er einhver möguleiki að við hefðum séð aðra útkomu í kvöld.“ „Við gáfumst þá allavega aldrei upp en holan sem við grófum í fyrri hálfleik var bara of djúp.“ Þrátt fyrir tapið, var engan billbug að finna á þjálfaranum. „Við tökum alltaf eitthvað jákvætt úr öllum leikjum en líka eitthvað neikvætt. Það er bara að læra af þessu og halda áfram,“ sagði Baldur að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum